Mútuþegar Íslands

Hvað er annað hægt að kalla þetta fólk. Í sjálfu sér er eðlilegt að fjármagna þurfi framboð en prófkjör verða að fara fram án þess að til þess þurfi einhverja risastyrki. Þessi fyrirtæki hafa væntanlega ætlast til að þessar fjárfestingar þeirra skiluðu arði eins og lenska var á þessum tíma. Mér finnst allir stjórnmálamenn sem þáðu styrki frá þessum fyrirtækjum hafa brugðist trausti og trúnaði. Þó eru sýnu verst þau sem tóku við háu upphæðunum og eiga þau að sjá sóma sinn í að víkja nú þegar af framboðslistum. Sumir eru að vísu ekki í framboði lengur og það er gott að ekki skuli vera um að ræða að þetta fólk sé fyrir heiðarlegu fólki.

Það vekur athygli að enginn úr röðum VG skuli vera á listanum. hins vegar eru 7 manns með styrki uppá 500.00 eða meira og af þeim eru 4 með yfir milljón. Ef þetta fólk les bloggið hjá mér þá þætti mér vænt um að þau svari í athugasemdum hvað Baugur fékk fyrir þessa styrki.


mbl.is Þrjú fengu 2 milljónir frá Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er formaður VG á móti stóriðju?

Formaður VG sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis að frambjóðendur VG hafi ekki þegið neina styrki af fyrirtækjum vegna prófkjörs. Samkvæmt þessu eigum við að trúa að allt sé í lagi hjá frambjóðendum VG.

Formaðurinn er hins vegar orðinn samofinn kerfinu. Hann hefur ekkert rætt eftirlaunafrumvarpið sem hann samþykkti á sínum tíma. Þar var ákvæði þess efnis að formenn flokka í stjórnarandstöðu áttu að fá launahækkun, sem hann og fékk. Þarna lét Steingrímur skattborgara greiða sér hærri laun sökum formennsku í flokki. Eiginkona Steingríms er líka öll af vilja gerð til að redda tekjuhlið heimilisbókhaldsins. Á meðan Steingrímur er á móti virkjunum í Þjórsá þá semur hún við verktaka við virkjunina um efnistöku í landi sínu. Þannig að meðan Steingrímur mótmælir virkjun þá fær frúin tekjur af byggingu hennar.

Það er svo sem gott að hrópa á torgum en oft er erfiðara að lifa eftir hrópunum.


Sammála um að vera ósammála.....

Samfylkingin og Vinstri Grænir eru víst sammála um að vera ósammála. Þeir ætla að vera ósammála um helstu stefnumál sín. VG vilja ekki virkjanir og stóriðju en það vill Samfylking. Samfylkingin ætlar í ESB en VG er ekki hrifið af því. Það er því ljóst að flokkarnir verða að stóla á aðra flokka hvað varðar þessi stóru stefnumál þeirra. Síðan er það bara spurningin um hvað annað þeir ætla að vera ósammála um. Kannski verða það smáatriði eins og fjárlög, utanríkisstefna, menntamál, heilbrigðismál og fleira. Við verðum víst að bíða þar til eftir kosningar til að sjá hvað fleira þeir ætla að vera ósammála um.
mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirtekt sjálfstæðismanna er mikið ábótavant

Þegar menn taka ekki eftir breytingu á tekjum uppá 50 milljónir milli ára þá eru menn ekki að skoða reikningana. Ef menn hins vegar taka eftir þessum breytingum á tekjum og gera ekki athugasemd eða fara fram á skýringar þá eru þeir ekki að vinna vinnuna sína. Þetta eru síðan þeir menn sem vilja fá að stjórna landinu áfram, en hins vegar skilur maður betur hvers vegna fór svona illa.
mbl.is Nöfn fyrirtækja ekki rædd í miðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvaða einstaklingar ?????

Ætli hann hafi ekki haft samband við forstjóra FL group og bankastjóra Landsbankans. Það eru náttúrulega nokkrir einstaklingar.
mbl.is Guðlaugur ítrekar fyrri yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin vill greiða götu fyrrverandi auðmanna á kostnað heimilanna

Í morgunþætti á Bylgjunni í morgun reyndi Ólína Þorvarðardóttir að gera lítið úr niðurfellingaraðferðinni sem Framsóknarflokkurinn hefur bent á. Hún sagði þessa leið ófæra þar sem flöt niðurfelling væri ekki hagkvæm. Með dylgjum og lygum þá reyndi hún að gera þessa niðurfellingarleið tortryggilega. Hennar lausn var hins vegar mikið sniðugri. Hún sagði að einungis ætti að fella niður skuldir þar sem mikil vandræði væru til staðar. Þeir sem geta greitt skuldir sínar eiga að gera það en skuldir verði afskrifaðar þar sem ekki er hægt að greiða skuldirnar. Hún vill sem sagt að skuldir mínar, sem hækkuðu um tugi prósenta í bankahruninu, verði ekki að neinu leyti felldar niður en skuldir Jóns Ásgeirs verði hins vegar felldar niður þar sem ljóst er að hann geti ekki greitt þær. Það er morgunljóst af þessum málflutningi hennar að hún gengur þarna erinda Jóns Ásgeirs og fleiri manna af hans sauðarhúsi. 

Sjálfstæðismenn byrjaðir að sjóða uppnefnasúpuna

Það er grætilegt að sjá að flokkur sem telur sig vera málsmetandi skuli ekki geta sett fram málefnanlega umræðu heldur uppnefnir til hægri og vinstri. Upphafsmaður þessarar tækni er Davíð Oddsson. Honum var það tamt að þegar á móti blés þá annaðhvort skellti hann fram uppnefni eða staðhæfði einhverja vitleysu sem hann þurfti síðan ekki að svara fyrir.

Nú er Sjálfstæðisflokkurinn byrjaður í kosningabaráttu. Fyrsta málefnanlega umræðan kemur þegar varaformaður flokksins uppnefnir fjármálaráðherra skattmann og síðan kemur fyrrv. seðlabankastjóri, bitur og gamall, og segir eftirmann sinn vera með alzheimer.

Kosningabaráttan er hafin.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki var það bloggið

Ekki var það bloggið sem varð til þess að Sigurður fékk reisupassann. Ef rétt er farið með upphæðir þá er ljóst að þarna er um að ræða umtalsverðan fjárdrátt. Hann er ekki búinn að vera í starfi í 3 ár en nær að misreikna sér laun svo nemur milljónum. þeir eru til sem ekki eru með milljónir í laun, hvað þá að ná slíkum upphæðum með "misreikning".

Hins vegar er það nokkuð ljóst að Sigurður bloggaði talsvert um menn og málefni. Mér fannst gaman að því bloggi og svaraði honum gjarnan. Eins fékk hann svör frá öðrum og bar aðeins á því að menn gættu ekki hófs og vönduðu ummæli sín og er það miður.


mbl.is Sveitarstjóra sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarstjóri rekinn?

Sigurður Jónsson er orðinn fyrrverandi sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Starfslok Sigurðar komu eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við sem búum í sveitarfélaginu vissum ekki til að það væri einhver óánægja hjá meirihlutanum með störf sveitarstjórans. En hvað kom þá til.

Mínar heimildir segja að Sigurður hafi ofreiknað sér laun. Bæði er þar um að ræða ofreikning á samningsbundnum launahækkunum og eins mun vera um að ræða einhvern ágreining um laun vegna fundarsetu, en sveitarstjóri sat fjölda funda fyrir sveitarfélagið í starfi sínu.

Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps var á ágætis launum hjá sveitarfélaginu. Þetta má lesa úr ársreikningum hreppsins. Því vekur það nokkra furðu að menn skuli misnota trúnaðaraðstöðu í litlu sveitarfélagi og hafa á þennan hátt pening út úr sveitarfélaginu. Þetta mál Sigurðar ásamt fleiri líkum málum gera það að verkum að greinilega þarf að setja skýrar verklagsreglur um eftirlit með stjórnendum lítilla sveitarfélaga. Eins þarf að skoða hvort sveitarstjórnir eigi ekki að fylgjast betur með störfum ráðinna sveitarstjóra. Eitt er a.m.k. ljóst. Það er erfitt að treysta mönnum fyrir peningum.


Ég fer ekki fet

Davíð Oddson ætlar ekki að hætta. Hann var ráðinn til ákveðins tíma og hann ætlar sko að sitja þann tíma til enda. Hann tekur þar að auki fram að hann hafi aldrei hlaupist frá verki sem hann hafi tekið að sér. Maðurinn man að vísu ekki eftir þegar hann "sótti" um stöðu seðlabankastjóra til Halldórs vinar síns og fékk. Þá hljópst hann frá tveim störfum bæði sem utanríkisráðherra og sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Davíð. Ég veit svo sem að þú lest ekki neitt sem þú vilt ekki en þú varst ekki ráðinn til að setja landið á hausinn. Þú berð þarna ábyrgð og átt að axla hana. Ástandið í þjóðfélaginu í dag er þér að kenna fyrst og fremst. Fólk missir vinnuna vegna þín, fjölskyldur missa húsnæði vegna þín. En þér er slétt sama. Þú ert og verður eiginhagsmunaseggur sem setur þínar óskir og þarfir í fyrsta sæti og þér er nákvæmlega sama á hverjum þú traðkar og hvernig verður umhorfs eftir á svo lengi sem þú færð þitt fram.

Þú, Davíð Oddson, ert óhamingja Íslands og þjóðarinnar.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband