Valdstjórnin

Það er eiginlega aðeins eitt orð sem lýsir þeirri ríkisstjórn sem er nú við völd. Valdstjórn. Það er meira að segja þannig að Björn Bjarnason er farinn að nota það í tíma og ótíma. Þessi ríkisstjórn ríkir í krafti atkvæða sem greidd voru í miklu góðæri. Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti að engum væri betur treystandi fyrir efnahagsmálum en þeim og Samfylkingin sagðist vera höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins. Báðir voru síðan sammála um að kosningarnar snerust ekki um inngöngu í ESB.

Mánaðarmótin sept - okt 2008 hrundu síðan allar forsendur fyrir áframhaldandi starfi þessarar ríkisstjórnar. Það má eiginlega segja að á þeim tímapunkti hafi hún tekið völdin, hætt að vera ríkisstjórn og orðið valdsstjórn. Enda er nú svo komið að ráðherrar þora ekki að ganga meðal almennings án lífvarða og hlaupa um í neðanjarðargöngum á flótta undan þeim sem greiddu þeim atkvæði á sínum tíma. Aðgerðarleysi þessarar ríkisstjórnar hafa leitt hrun yfir þjóðina, bæði þá sem kusu þessa flokka og eins okkur hin. Verð á nauðsynjavörum hækkar upp úr öllu valdi, vöruskortur er í verslunum, skuldir og afborganir hækka og Valdsstjórnin talar bara um að það þurfi nú að fara að gera eitthvað. Á sama tíma tilkynnir sýslumaðurinn á Selfossi að handtaka eigi skuldara. Hann er búinn að persónugera ástandið.

Það er kominn tími til að valdaræningjarnir í Valdstjórninni víki og boði til kosninga svo hægt verði að koma að réttkjörnum fulltrúum.


mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Af hverju fær þjóðin ekki að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún greiði Icesave reikningana með allri þeirri fátækt sem þeir kosta okkur eða hvort við hunsum þá með allri þeirri fyrirdæmingu sem það kostar okkur. Aldrei höfum við staðið frammi fyrir öðrum eins örlögum, og það er lágmark að þjóðin fái að kjósa um þetta. Ríkisstjórnin er með ESB umræðunni að leiða athygli þjóðarinnar frá þessu hrikalega máli.

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband