Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.2.2009 | 17:50
Ég fer ekki fet
Davíð Oddson ætlar ekki að hætta. Hann var ráðinn til ákveðins tíma og hann ætlar sko að sitja þann tíma til enda. Hann tekur þar að auki fram að hann hafi aldrei hlaupist frá verki sem hann hafi tekið að sér. Maðurinn man að vísu ekki eftir þegar hann "sótti" um stöðu seðlabankastjóra til Halldórs vinar síns og fékk. Þá hljópst hann frá tveim störfum bæði sem utanríkisráðherra og sem formaður Sjálfstæðisflokksins.
Davíð. Ég veit svo sem að þú lest ekki neitt sem þú vilt ekki en þú varst ekki ráðinn til að setja landið á hausinn. Þú berð þarna ábyrgð og átt að axla hana. Ástandið í þjóðfélaginu í dag er þér að kenna fyrst og fremst. Fólk missir vinnuna vegna þín, fjölskyldur missa húsnæði vegna þín. En þér er slétt sama. Þú ert og verður eiginhagsmunaseggur sem setur þínar óskir og þarfir í fyrsta sæti og þér er nákvæmlega sama á hverjum þú traðkar og hvernig verður umhorfs eftir á svo lengi sem þú færð þitt fram.
Þú, Davíð Oddson, ert óhamingja Íslands og þjóðarinnar.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2008 | 11:39
Málþing um skólastefnu!
Í sveitarfélaginu mínu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hefur sveitarstjórnin ákveðið að halda málþing um skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þetta málþing er haldið án þess að hafa skólanefnd með í ráðum, í raun var skólanefnd einungis tilkynnt að þessi ráðstefna ætti að fara fram.
Þegar dagskrá málþingsins er skoðuð þá fer ekki milli mála að þarna eiga stjórnendur stofnana að mata þá sem þátt taka á áhersluatriðum og síðan á ráðstefnan að skila þeirri niðurstöðu sem hentar. Þetta sést á því að skólastjóri og leikskólastjóri fá sinn hvorn hálftímann í framsögu ásamt með korteri frá tónlistarskóla en hins vegar er gert ráð fyrir að hópavinna hefist kl. 12:30 og kl. 13:30 verða niðurstöður hópa kynntar.
Annað sem ég tók eftir við lestur auglýsingarinnar er að ekki er gert ráð fyrir að fjallað verði um skólastefnu elstu bekkja. Því hagar nefnilega þannig til að Skeiða- og Gnúpverjahreppur kaupir þjónustu af Hrunamannahrepp við kennslu 8 - 10 bekks en ekki er gert ráð fyrir aðkomu Hrunamanna að þessu málþingi.
Annað atriði sem vekur furðu er að ekki er gert ráð fyrir að fjalla um flutning alls skólastarfs að Flúðum. Fyrir liggur að viðhald skólahúsnæðis er talsvert og einnig er komin fram þrýstingur á að byggt verði við skólann íþróttahús og einnig þarf að laga sundlaug til að hún sé kennsluhæf. Það sjónarmið hefur fengið meiri og meiri útbreiðslu að frekar ætti Skeiða- og Gnúpverjahreppur að verja peningum til stækkunar skólans á Flúðum í samvinnu við Hrunamenn og flytja allt skólahald að Flúðum. Það liggur fyrir að áhugi er meðal Hrunamanna um aukið samstarf.
Að lokum er það eitt atriði sem mig langar að benda á en það er að þann 06. mars, tveim dögum fyrir fyrirhugað málþing, var haldin kynningafundur um sameiginlega framtíðarsýn um skólastarf á vegum SÍS en Skeiða- og Gnúpverjahreppur taldi ekki þörf á að senda mann þangað. Það hefði sennilega verið snjallt að senda einhvern til að kynna sér þetta mál og koma með þær áherslur sem þar kæmu frá á málþinginu.
28.2.2008 | 14:03
Þriggja punkta belti ........ eða ekki
Í sunnlensku fréttablöðunum hefur undanfarið verið fjallað um þá framsýni sem fyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson hefur með því að láta setja þriggja punkta belti í allar rútur fyrirtækisins. Þessi umfjöllun kemur í kjölfar þess að sveitarfélagið Ölfus gerði samning við fyrirtækið varðandi skólaakstur en ein af kvöðum sveitarfélagsins var einmitt að allir bílar sem væru í skólaakstri væru með þriggja punkta belti. Þetta hefur verið draumur nokkurra skólanefndarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem ekki hefur enn ræst. Samt sem áður kemur sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps með afskaplega einkennilega fullyrðingu í Dagskránni 28. feb. en þar er haft eftir honum að krafa um þriggja punkta belti sé búin að vera uppi í á annað skólaár um leið og hann fagnar því að fleiri feti í fótspor okkar við að bæta öryggi í bílum.
Í sjálfu sér segir sveitarstjórinn ekkert ósatt í þessari grein það er bara það sem hann segir ekki sem er athyglisvert. Það er rétt að fyrir skólaárið 2006-2007 samþykkti skólanefnd þá kvöð að allir þeir sem sæktu um skólaakstur yrðu að vera með þriggja punkta belti í bílunum sínum. Þetta má sjá í fundargerð skólanefndar frá 05.07.2006. Það er skemmst frá að segja að þegar samningar voru gerðir við bílstjóra varðandi skólaakstur fyrir þennan vetur þá var veitt undanþága frá þessari reglu þannig að ekki var hún í gildi veturinn 2006-2007. Næst var látið á þetta reyna veturinn 2007-2008, núverandi vetur. Þetta fór svo sem þokkalega af stað en fljótlega breyttust forsendur skólaaksturs og því veittu sveitarstjóri og formaður skólanefndar undanþágu frá þriggja punkta reglunni. Á fundi skólanefndar á þessu ári, þeim eina sem haldinn hefur verið, var aftur samþykkt undanþága frá reglunni.
Ég get því ekki tekið undir orð sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að fleiri feti í fótspor okkar, ég hvet menn frekar til að taka ákvarðanir um öryggismál og standa við þær, eins og sveitarstjórn Ölfus hefur gert.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 11:21
BT okurlánin
Þá er BT bæklingurinn loks kominn í hús. Og þvílík tilboð maður!!!! En ekki er allt sem sýnist. Þegar BT lánin eru reiknuð þá kemur ýmislegt í ljós.
Toshiba fartölva er á 99.999 en sé tekið BT lán til 59 mánaða (næstum 5 ár) kostar tölvan 186.558 (3.162 * 59) hækkun er rúm 86%, og þetta heldur áfram.
Sony sjónvarp er á 179.999 en sama BT lánið hækkar verðmiðann í kr. 295.826 60% hækkun.
Canon myndavél á 89.999 hækkar í 156.350 sé hún tekin á láni 57% hækkun
Þeir eru áræðanlega margir sem láta glepjast af lágri mánaðarupphæð en reikna ekki út endanlegt verð hlutarins. Til að sannreyna að ég hefði rétt fyrir mér þá hringdi ég í 550 4444 sem er uppgefið símanúmer BT og spurði hvort þetta væri ekki rétt reiknað hjá mér og staðfesti starfsmaður BT það.
Neytendur verða að vara sig á kostakjörum verslana því oft getur verið að þau verði að ókostakjörum.
4.5.2007 | 08:22
Trúnaðarmál?????
Ég hef fylgst með þessu rifrildi um að Alþingi hafi samþykkt að veita ungri stúlku ríkisborgararétt. Það er eitt atriði sem hefur vafist fyrir mér og enginn hefur svarað. Hvernig stendur á því að trúnaðargögn eins og umsókn um ríkisfang og fylgigögn rata í hendur fréttamanna? Hvar er trúnaðurinn og öryggið sem umsækjendur telja að sé til staðar? Héðan í frá getur enginn umsækjandi gert sér vonir um að gögn hans leki ekki til fréttamanna eða það sem alvarlegra er, til þeirra ríkja sem þeir eru að flýja. Ef hingað kemur pólitískur flóttamaður og sækir um ríkisfang má hann þá ekki gera ráð fyrir sömu meðferð hvað varðar hans gögn? Hér hefur trúnaður verið rofinn og það á mjög alvarlegan hátt.
Hvernig aflaði RÚV gagnanna? Greiddu þeir opinberum starfsmanni fyrir gögnin? Var þetta póitískur andstæðingur sem lak þeim? Kemst hver sem er í þessi gögn? Þessar og fleiri spurningar vakna þegar málið er skoðað.
Mér finnst alvarleikinn í því atriði svo mikill að ég tel að allir þeir sem hafa sótt um ríkisfang eða eiga eftir að sækja um ríkisfang, eigi heimtingu á að fram fari opinber rannsókn á því hvernig gögnin bárust til fréttastofu.
29.3.2007 | 10:37
VG
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar