Hlutlaus eða ekki hlutlaus

Fyrir nokkrum misserum skiptust íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í tvær fylkingar. Í það skiptið snerist ágreiningurinn um skólamál. Meirihluti hreppsnefndar vildi flytja allan grunnskólann á einn stað og þá var ekki talað um íbúalýðræði eða neitt í þeim dúr. Hreppsnefndir var kosin til að ráða og við það sat. Nú er svipuð staða komin upp en í þetta skipti eru það virkjanir. Ætlun mín er ekki að mæla með eða á móti virkjunum heldur frekar að bara saman þessi tvö ágreiningsmál og þá sérstaklega aðkomu eins manns að þeim.

 

Eins og ég benti á hér að ofan þá var ekki um neitt lögformlegt ferli að ræða þegar kom að flutningi skólans en í virkjanaumræðunni geta menn sent inn rökstuddar athugasemdir til sveitarstjórnar þar sem menn geta bent á ókosti virkjana. Það er því möguleiki fyrir alla að koma skoðunum sínum á framfæri. Við sem erum á móti flutningi skólans höfum ekki svona verkfæri heldur skrifuðum við greinar og söfnuðum undirskriftum. Undirskriftum sem ekki voru ræddar eða skoðaðar hjá hreppsnefnd.

 Nú kemur kannski aðalmálið í dag. Þegar ég fór að safna undirskriftum fór ég m.a. til sóknarprestins í sveitinni, séra Axels Árnasonar. Þegar þangað kom var mér boðið inn en fljótlega tilkynnti hann mér að sem sóknarprestur þá tæki hann ekki afstöðu til umdeildra mála innan sveitarinnar. Hann yrði að halda sig utan við dægurþras og gæta hlutleysis gagnvart öllum sóknarbörnum. Falleg orð og vel skiljanleg ef ekki væri fyrir að núna, um ári seinna, kemur þessi sami maður fram á sjónarsviðið og sendir inn athugasemdir í nafni embættisins. Sóknarpresturinn fer þannig gegn öllu því sem hann boðaði í skólamálaumræðunni. Þá hafði hann ekki áhyggjur af klofningi innan sveitarinnar. Hann hafði ekki áhyggjur af því að fólki fannst valdbeiting í ákvörðun hreppsnefndarinnar. Hann hafði ekki áhyggjur af því að fjölmörgu eldra fólki fannst skólinn í Brautarholti skemmdur með þessari ákvörðun.  Er munurinn á afstöðu prestsins nú og þá kannski sá einn að hann vildi flytja skólann en núna vill hann ekki virkja?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband