Nú eru þau farin að fjúka loforðin

Ég sat skólanefndarfund miðvikudaginn 14. mars og var hann um margt sérstakur. Á þessum fundi kom fram að kosningaloforð A og L listans eru farin að fjúka ásamt með fullyrðingum þeirra frá því sl. vor. Það tók sem sagt ekki nema tæpt ár fyrir þá að gleyma. Þetta er síðan staðfest í pistli sveitarstjóra á heimasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Eitt af aðalstefnumálum L-listans sl. vor var að fá Þjórsárskóla fluttan í Árnes og A-listinn með Gunnar í broddi fylkingar tók undir það. E-listinn vildi ekki þennan flutning m.a. þar sem við töldum hann of kostnaðarsaman fyrir sveitarfélagið.

Við skulum rifja upp nokkur atriði sem rædd voru fyrir kosningar:

  1. E-listinn fullyrti að ekki væri hægt að flytja allan skólann í Árnes án þess að breyta húsnæðinu talsvert og þá m.a. að taka í notkun kjallara hússins en það kemur til með að kosta nokkrar milljónir ef ekki milljónatugi. Fulltrúar meirihlutalistanna sögðu þetta óþarft. Ekki átti að breyta húsnæðinu á neinn hátt. Núna skrifar sveitarstjóri að taka eigi kjallarann í notkun fyrir skólaárið 2008-2009. (sjá heimasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps )
  2. E-listinn fullyrti að ekki væri hægt að kenna sund í sundlauginni í Árnesi. Í skýrslu skólastjóra kemur fram að sundkennari vilji ekki kenna í Árnesi þannig að n.k. vetur þarf að keyra alla nemendur í skólasund.
  3. Nú liggur fyrir að gera þarf við salinn í Árnesi áður en hægt er að hefja þar íþróttakennslu. Þetta kom fram á fundi skólanefndar.
  4. Þrátt fyrir aðvaranir E-listans frá því fyrir kosningar er ekki enn farið að ræða við rekstraraðila mötuneytisins og því alls endis óvíst hvað mötuneytið kemur til með að kosta næsta ár. Vert er að hafa í huga að þessi aðili hefur mjög sterka samningsaðstöðu þar sem hann er eini aðilinn sem getur selt mat á svæðinu.

Í pistli sveitarstjóra kemur einnig fram að "unnið verður að nokkrum lagfæringum vegna athugasemda frá Brunavörnum Árnessýslu" en á fundinum kom líka fram að sveitarstjórn hefur ekki enn klárað að gera þær lagfæringar sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði í lok mars mánaðar á síðasta ári og átti að ljúka innan þriggja mánaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband