20.3.2007 | 15:29
Auðvitað erum við á móti!!!!!
Í útvarpsfréttunum í dag var viðtal við Steingrím J. Sigfússon vegna fréttar frá í gær að stjórnarandstaðan hafi hótað málþófi vegna frumvarps um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu. Frumvarpið átti sennilega að taka á því sem svokallaðir náttúruverndarmenn hafa kvartað undan, það er að menn virki bara til hægri og vinstri án þess að rannsaka kostina nægjanlega. Steingrímur orðaði þetta mjög vel en hann sagði að ef frumvarpið hefði verið samþykkt þá hefði verið hægt að gefa út rannsóknarleyfi, jafnvel á nýjum ósnortnum svæðum og því væru vinstri grænir einfaldlega andvígir. Það sér náttúrulega hver heilvita maður að það er stórhættulegt að veita leyfi til að rannsaka hugsanlega nýtingu auðlinda í jörðu. Það gæti nefninlega komið í ljós að það væri hægt að taka afstöðu til málsins eftir rökum og vísindalegum niðurstöðum en ekki af þeirri ástæðu einni að vera á móti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.