25.3.2007 | 11:06
Hjónaball
Í gærkvöldi var haldin skemmtun hér í sveitinni sem gengur undir nafninu Hjónaball. Á þessari skemmtun hittast sveitungarnir og halda sína árshátíð með heimagerðum skemmtiatriðum þar sem góðlátlegt grín er gert að mönnum og málefnum. Virkjanamál og flóðið í Hvítá í des. sl. tóku sinn skerf en þar var leitt líkum að því að flóðið hefði í raun verið tilraun til uppistöðulóns fyrir nýja virkjun. Guðni Ágústsson flutti ræðu og kom víða við. Allt í allt þá var þarna um góða skemmtun að ræða og ég held að allir hafi skemmt sér hið besta. Að minnsta kosti þá gerði ég það. Í dag er alvaran hins vegar tekin við með framtalsgerð o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.