28.3.2007 | 18:13
Úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Ég sat fund skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sl. mánudagskvöld en á þeim fundi átti að fjalla um leikskólamál. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á að sameina báða leikskóla sveitarinnar í einn og hafa hann í grunnskólanum í Brautarholti. Samkvæmt áður framkomnum áætlunum er gert ráð fyrir að kostnaður við breytingar á húsnæðinu nemi 16,1 milljón króna en þegar áætlun leikskólastjóra er skoðuð kemur í ljós að hún telur kostnaðinn vera um 22 milljónir króna. Eins og þetta sé ekki nóg þá hefur framlag jöfnunarsjóðs verið lækkað um rúmlega milljón. Þegar ég spurði hvernig enduskoðuð kostnaðaráætlun liti út þá kom í ljós að ekki hefur verið gerð kostnaðaráætlum um þessar framkvæmdir. Það á bara að byrja og sjá svo til.
Annað atriði sem er skrítið er að húsnæði Þjórsárskóla í Brautarholti hefur ekki ennþá verið samþykkt af þar til bærum aðilum. Ástæðan segir sveitarstjóri sé að farist hafi fyrir að skipa byggingastjóra við nýbygginguna og því hafi úttekt ekki enn farið fram. Þess má þó geta að Brunavarnir Árnessýslu hafa gert úttekt á húsnæðinu og þar koma fram alvarlegar athugasemdir við að engir brunaútgangar séu í skólastofum á efri hæð hússins.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.