29.3.2007 | 08:42
Bréfið sem ekki var skrifað
Hér á eftir fer bréf sem sóknarpresti sem annt er um sóknarbörn sín gæti hafa skrifað þegar umdeilt deilumál kom upp í sveitarfélaginu.
Efni: Athugasemdir við auglýstar breytingar á skólahaldi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Ég, undirritaður sóknarprestur, leyfi mér að gera hér athugasemdir varðandi breytingar á skólahaldi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem ákveðnar hafa verið í hreppsnefnd. Flest af því sem hér er tjáð, hefur sóknarpresti verið tjáð einslega. Ég tel þó rétt að þeir sem taka ákvörðun um skólamálsveitarfélagsins séu upplýstir að einhverju leyti um líðan ótölulegs fjölda íbúa sveitarinnar.
Ég hef orðið þess áskynja í störfum mínum, að fyrirhugaðar framkvæmdir hreppsnefndar í sveitarfélaginu hafa vakið upp ugg í brjóstum mjög margra sóknarbarna, samfara vanlíðan. Sveitinni og næsta nágrenni, sem hefur verið þeirra árum og öldum saman, stendur til að umbylta. Mörg sóknarbörn upplifa þeð sem svo að verið sé að neyða upp á þau förgun minninga og minja. Mörg sóknarbörn finna sig vanmáttug til andstöðu, meðal annars sökum þeirrar hörðu sóknar til framkvæmda sem raun er á.
Mörg sóknarbörn upplifa beitingu valds á sér, er þau heyra í fréttum að stjórnvaldið muni fara í þessar framkvæmdir hvað sem hver segir, að hreppsnefnd hafi þegar hafið undirbúning án þess að hafa kannað vilja íbúa sveitarinnar.
Mörg sóknarbörn finna sig í vanda stödd til að mótmæla þessum áformum hreppsnefndar, og þá vegna þess að þau óttast um stöðu sína, ýmist framfærslu sinnar og afkomu eða ættingja sinna. Önnur finna fyrir ótta að þeim verði hengt á einhvern hátt, tjái þeir sig um andstöðu sína, ef þau benda á vankosti og galla þessarar framkvæmdar.
Sömuleiðis hefur gjá myndast milli þess fólks, sársauki og sálarsár, sem vill með öllum tiltækum ráðum tryggja að framkvæmdin gangi eftir og milli hinna sem koma vilja í veg fyrir þær.
Ég vil vekja athygli sveitarstjórnarmanna á að stefna þeirra varðandi landnotkun og umhverfismál er að valda ótölulegum fjölda íbúa verulegri vanlíðan og er að skapa fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung er vakin í stað þess að heill og hamingja þess, lífsgæði þeirra séru tryggð.Margt fleira má telja til og ég áskil mér rétt til að koma fleiru á framfæri við sveitarstjórn er fram í sækir.
Viðingarfyllst
Sóknarpresturinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.