Að virkja eða ekki virkja.....

Eru íbúar sveitarfélaganna við Þjórsá andvígir virkjunum í ánni?

Um þetta eru skiptar skoðanir og mörg gild rök bæði með og á móti. Mín skoðun er ekki enn fyllilega mótuð en ef ætti að kjósa núna þá myndi ég sennilega greiða atkvæði á móti virkjun. Mér finnst Landsvirkjun ekki hafa skýrt nægjanlega frá mögulegum áhrifum á grunnvatnsstöðu á neðanverðum Skeiðum og einnig hef ég ekki orðið var við að rætt hafi verið við landeigendur sem búa fjær Þjórsá en gæti mögulega misst land þegar Hvítá fer að gægjast upp hér og þar á landareignum þeirra. Málið er nefninlega að Hvítá rennur neðanjarðar í Þjórsá og ef mikið er í báðum ám hafa jarðir orðið að myndarlegum stöðuvötnum og tjörnum sem koma upp í gegnum hraunið.

Ég væri spenntur fyrir því að einhver fjölmiðillinn tæki sig nú til og gerði skoðunarkönnun í hreppunum sem eiga land að Þjórsá til að gefa einhverja mynd af fylgendum og andstæðingum.


mbl.is Íbúar við Þjórsá sendu Hafnfirðingum bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað hafa þessar virkjanir áhrif á margar jarðir þarna? Eru engin íbúasamtök á svæðinu? Mér finnst svolítið merkilegt að ekki hafi verið tekinn púlsinn á því hversu stór hluti ábúenda þarna sem verða fyrir beinum áhrifum af framkvæmdunum eru andvígir þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Málið er nú einfaldlega þannig vaxið að það geta fleiri lent í að tapa jörðum en þeir sem búa næst Þjórsá. Ég veit hins vegar ekki til að Landsvirkjun sé að semja við aðra en landeigendur við Þjórsá. Síðan er annar stór galli á en það er að sumir hreppsnefndarmenn eiga land að Þjórsá og eru því sem einstaklingar að semja við Landsvirkjun en sem hreppsnefndarmenn að veita leyfi.

Annað mál er síðan að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ekki þorað að láta fara fram skoðunarkönnun meðal íbúa um umdeild málefni eins og virkjanamál og skólamál. Það gæti nefninlega komið fram að þeirra skoðun er ekki sú sem meirihluti íbúanna fylgir.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 30.3.2007 kl. 11:00

3 identicon

Sæll Jónas

Ég er alveg sammála þér hvað þetta mál varðar.  Nú er bara að skrifa undir áskorun Framtíðarlandsins.

sigurður Arnarson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 15:26

4 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Ég fór inn á heimasíðu framtíðarlandsins og sá þar hvergi neina áskorun. Ég er ekki til í að skrifa undir eitthvað sem ég fæ ekki að sjá.....

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 30.3.2007 kl. 16:56

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jón Kristófer gerir sig sekan um rökbólgu. Rökbólga hefur kostað íslenska náttúru mikið. Hann fjargviðrast um Kárahnjúkavirkjum vegna atriða sem engu máli skipta í því samhengi sem hér um ræðir. En rökbólga er endalaus röksemdafærsla um óendanlega marga hluti sem eru ekki aðalatriði, þannig að aðalatriðin, sem í tilfelli Kárahnjúka voru fok úr Hálslóni, líftími virkjunarinnar og strandrof í Héraðsflóa, týndust og hefði auðveldlega verið hægt að bæta úr.

Í tilfelli virkjana í Neðri Þjórsá tel ég víst að ef virkja ætti til uppbyggingar í héraði væri allt annað uppi á teningnum. Eðlilega. Sérstaklega í ljósi sögunnar þar sem ekkert af orku Þjórsár eða Tungnár er nýtt í héraði. Steinullarverksmiðjan sem reisa átti í Þorlákshöfn var stolið norður og síðan eru liðin mörg ár. Bíðum með virkjun ánna þar til netþjónaver verður byggt á Suðurlandi.

Varðandi grunnvatnsstöðuna þá hefur hún lækkað mikið undanfarin ár vegna þess að framburðurinn verður meira og minna allur eftir í Þórisvatni, svo að hluta verður um endurheimt grunnvatns að ræða, þótt ég sé ekki að gera lítið úr því að bakkarnir, hraunið, mosaþemburnar og gjóturnar sem afi yrkti á Kálfhóli séu einhvers virði.

Gestur Guðjónsson, 31.3.2007 kl. 00:04

6 Smámynd: Sigurjón

Sem íbúi við Þjórsárbakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi segi ég: Athugið að meirihluti íbúa í hreppnum er fylgjandi þessum framkvæmdum!

Sigurjón, 1.4.2007 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband