2.4.2007 | 13:22
Hvernig stendur kaffibandalagið?
Ég hef lesið greinar eftir Jón Kristófer Arnarson, bloggvin minn hér til hliðar, þar sem hann fjallar um Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt skrifum Jóns þá hefur hann megnustu andstyggð á stefnumáli frjálslyndra þ.e. málefnum innflytjenda. Þrátt fyrir þessa skoðun Jóns þá eru VG og Samfylking í nokkurs konar kosningabandalagi með frjálslyndum, svokölluðu kaffibandalagi. Þessir flokkar hafa í það minnsta ákveðið að hefja viðræður um stjórnarsamstarf takist að fella stjórnina. Því spyr ég Jón: Ætla VG að halda kaffibandalaginu lifandi eða gera það sem Jóni finnst eðlilegt, að slíta þessu ímyndaða bandalagi?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get ekki svarað fyrir samfylkinguna en held það verði erfit að fara í samstarf með frjálslynda, það er spurning um að heyra hvað Ómar segir. En framsóknarmenn, vilja þeir Frjálslynda?
Tómas Þóroddsson, 3.4.2007 kl. 01:23
Það er nú einu sinni svo að Samfylking og Vinstri Grænir hafa myndað óformlegt kosningabandalag með Frjálslyndum. Ef málflutningur VG er skoðaður þá er það ljóst að eini flokkurinn sem þeir hafa hafnað samstarfi við er Framsóknarflokkurinn. Frjálslyndir eru hins vegar inni í myndinni hjá VG. Hvað varðar Samflykinguna þá stóð Össur vel við bakið á Frjálslyndum í Kastljósi í gær og aðstoðaði ítrekað við að draga úr auglýsingu Frjálslyndra.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki lýst yfir stuðningi við Frjálslynda eins og VG og Samfylking. Það er því fyrst spurningin hvort fylgismennirnir ætla að fylgja með eða hvort þeir hafa skipt um skoðun
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 3.4.2007 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.