Kosningar ..... en hvað svo????

Eftir mánuð verður kosið til Alþingis. Enn sem komið er eru fimm flokkar sem hafa af einhverri alvöru kynnt framboð en það eru Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Samfylking, Sjálfstæðismenn og Vinstri Grænir. Einnig hefur heyrst að til sé tveggja manna framboð sem heitir Íslandsflokkurinn og einhver samtök Reykvíkinga hafa spyrt sig við hóp eldri borgara. Ef skoðaðar eru kannanir í dag og þessi framboð, bæði framkomin og óskhyggjan, þá gæti verið gaman að spá í framhaldið. Hvað verður eftir kosningar. Til hliðsjónar hef ég könnun Gallup frá 5. apríl.

Sjálfstæðismenn verða stæsti flokkurinn með um 40% atkvæða og 27 þingmenn, Framsóknarflokkurinn fær um 8% og 5 menn, Samfylking fær 19,5% og 13 menn, Vinstri Grænir um 21% og 15 menn og loks Frjálslyndir með 5,4% og 3 þingmenn.

Hvernig stjórn verður hægt að mynda eftir kosningar? Jú samkvæmt þessu mun kaffibandalagið ekki geta tekið við stjórnartaumunum. Til þess er ekki meirihluti. VG og Samfylking hafa oft bent á að þeirra markmið sé að fella stjórnina og þannig í raun skikkað Framsókn og Sjálfst.fl. til að ræða saman eftir kosningar fái þeir til þess meirihluta.

Ef niðurstöður þessarar skoðunarkönnunar segir til um úrslit kosninganna er einnig ljóst að VG og Samfylking verða ekki saman í ríkisstjórn að afloknum kosningum. Til þess að það sé hægt þurfa flokkarnir á Framsókn að halda en þar sem kosningaslagorð VG er Zero Framsókn þá er ólíklegt að þeir vilji starfa með Framsóknarflokknum. Þannig hafa VG og Samfylking hamast við að gera sér dælt vð Sjálfstæðisflokkinn og í raun leitt hann í forystusætið að afloknum kosningum. Það hefur enda þótt undrun sæta að VG hefur lítið sem ekkert beitt sér gegn "höfuðandstæðingnum", Sjálfstæðisflokknum, heldur einbeitt sér að Framsóknarflokknum. 

Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur gert margt gott sl. 12 ár. Á það ber líka að líta að nokkuð hefur mátt betur fara. Hins vegar er það nú þannig að ríkisstjórnin byggir á samstarfi og samningum. Það er því ljóst að þau góðu mál sem Framsóknarflokkurinn hefur komið í gegn eru einnig mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið í gegn og öfugt. Það er t.d. ekki Framsóknarflokknum einum að þakka að atvinnuástand á austurlandi er í blóma, og ekki er það Sjálfstæðisflokknum einum að þakka að ráðist verður í að tvöfalda þjóðveg 1 milli Selfoss og Reykjavíkur.  

Við Framsóknarmenn verðum að hafa þetta í huga þegar kosið verður eftir mánuð. Eina leiðin fyrir okkur til að hafa áhrif í framtíðinni er að koma sterkir út úr kosningunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Forseti lýðveldisins Íslands er Ólafur Ragnar Grímsson... Það gæti haft heilmikið að segja að kosningum loknum.

Gestur Guðjónsson, 12.4.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband