22.4.2007 | 14:34
Er minni kjósenda virkilega svona lélegt?
Sjálfstæðisflokkurinn fær tæplega 41% atkvæða í Suðurkjördæmi skv. skoðanakönnun. Þetta hlýtur því að vera sá flokkur sem kjósendur treysta best til verka og t.d. að fara með fjármuni Ríkissjóðs. Þetta segja menn þrátt fyrir að flokkurinn hafi hafið aftur til vegs og virðingar eina manninn sem hefur verið dæmdur fyrir að þiggja mútur í opinberu starfi og að draga að sér fjármuni sem honum var treyst fyrir af stjórnvöldum. Er minni kjósenda virkilega svona lélegt?
Að vísu verður að muna að Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hafa bent kjósendum á að hægt sé að strika þennan frambjóðenda út og koma þannig í veg fyrir að hann komist á þing. Þetta segja þeir hins vegar einungis í orðræðum, maður á mann, þannig að erfitt er að herma þessi ummæli upp á þá.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já þeir eru margir með alzheimer
Helga Auðunsdóttir, 22.4.2007 kl. 17:23
Mikið var Árni Matt leiðinlegur í sjónvarpinu í dag...Þrátt fyrir allt er nafni hans Johnsen skárri þó svo ýmislegt megi um hann segja. Vinur minn sunnlenskur segir að Sjallar fengju örugg 35% þarna þó svo þeir væru með Andres Önd í fyrsta sæti....en af hverju veit ég ekki. ????
Jón Ingi Cæsarsson, 22.4.2007 kl. 19:48
Já, þó að það væri hundur í 2. sæti!
Egill Rúnar Sigurðsson, 22.4.2007 kl. 20:52
Ef 35% kjósenda eru svo bláir að þeir kjósa flokkinn sinn burt séð frá því hverjir eru í stjórn þá vantar enn 5 prósentustig. Spurningin er því: Hvaðan stelur Sjálfstæðisflokkurinn þessu fylgi?
Sigurður Arnarson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.