Trúnaðarmál?????

Ég hef fylgst með þessu rifrildi um að Alþingi hafi samþykkt að veita ungri stúlku ríkisborgararétt. Það er eitt atriði sem hefur vafist fyrir mér og enginn hefur svarað. Hvernig stendur á því að trúnaðargögn eins og umsókn um ríkisfang og fylgigögn rata í hendur fréttamanna? Hvar er trúnaðurinn og öryggið sem umsækjendur telja að sé til staðar? Héðan í frá getur enginn umsækjandi gert sér vonir um að gögn hans leki ekki til fréttamanna eða það sem alvarlegra er, til þeirra ríkja sem þeir eru að flýja. Ef hingað kemur pólitískur flóttamaður og sækir um ríkisfang má hann þá ekki gera ráð fyrir sömu meðferð hvað varðar hans gögn? Hér hefur trúnaður verið rofinn og það á mjög alvarlegan hátt.

Hvernig aflaði RÚV gagnanna? Greiddu þeir opinberum starfsmanni fyrir gögnin? Var þetta póitískur andstæðingur sem lak þeim? Kemst hver sem er í þessi gögn? Þessar og fleiri spurningar vakna þegar málið er skoðað.

Mér finnst alvarleikinn í því atriði svo mikill að ég tel að allir þeir sem hafa sótt um ríkisfang eða eiga eftir að sækja um ríkisfang, eigi heimtingu á að fram fari opinber rannsókn á því hvernig gögnin bárust til fréttastofu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Hver er málsmeðferðin? Stúlkan sótti um ríkisborgararétt og fékk. Það er ekki víst að "lekandinn" hafi haft allar upplýsingar. Sat "lekandinn" t.d. fund Allsherjarnefndar? Af hverju geymdi "lekandinn" upplýsingarnar í mánuð áður en honum blöskraði? Er í lagi að starfsmenn stofnana og fyrirtækja láti vita í hvert sinn sem þeim blöskrar? Eiga t.d. bankagjaldkerar að láta fréttamenn vita af einstökum, grunsamlegum innleggjum á bankareikninga stjórnmálamanna? Á ég t.d. að láta fréttamenn vita ef ég veit af greiðslum fyrir svarta vinnu hjá frambjóðendum VG? Við skulum gæta að því að borgaraleg óhlýðni getur farið yfir strikið.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 4.5.2007 kl. 09:58

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Er ekki rétt að fara upp í Laugarás og fá góðan skammt af lyfjum við lekanda og fara með í dómsmálaráðuneytið, útlendingastofnun og Alþingi...

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Það hefur enginn talað um að hengja einn eða neinn. Ef það hins vegar er á valdi einstakra starfsmanna að ákveða hvenær þeir rjúfi þann trúnað sem þeir skrifa undir þá væri bara gott að fá það á hreint. Hins vegar eru spjótin talsvert farin að beinast að ákveðnum fulltrúa VG sem tengist Allsherjarnefnd. Vont ef satt er.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 4.5.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband