Strúta - sveitarstjórn

Það er gaman að skoða blogg sem tengjast sveitinni minni, Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Sem dæmi má nefna að sveitarstjórinn, Sigurður Jónsson, heldur úti bloggsíðu. Það er hins vegar dálítið merkilegt að á þessari bloggsíðu er hann fyrst og fremst að skrifa um málefni tengd Reykjanesi en örsjaldan er skrifað um Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Hann setur að vísu stundum pistla á heimasíðu sveitarfélagsins, og vil ég gera einn þeirra að umræðuefni.

Í síðasta pistli sínum skrifar hann m.a. um ársreikning Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ársreikningurinn núna er sá fyrsti sem skilar tekjuafgangi frá því að sveitarfélagið var stofnað. Orðrétt segir sveitarstjórinn síðan. "Eins og fram hefur komið lítur ársreikningurinn ágætlega út, sem má að miklu leyti skýra út með sölu fasteigna og hlutabréfa ásamt því að lítið var um framkvæmdir á árinu." Sem sagt: Við stóðum okkur vel. Við seldum frá okkur eignir og fengum söluhagnað og drógum úr framkvæmdum. Sveitarstjórinn tekur ekki fram að stórum framkvæmdum var frestað til þessa árs. Að auki kemur sveitarfélagið til með að hefja framkvæmdir við breytingar á húsum fyrir tugi milljóna. Þetta hef ég áður bent á og enginn mótmælt. Annað sem sveitarstjórinn segir ekki í pistli sínum er að söluhagnaðurinn af hlutabréfum í Límtré átti að renna til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu og því ljóst að ekki er hægt að nota þá peninga til framkvæmda. Það er því ljóst að Skeiða- og Gnúpverjahreppur kemur til með að vera rekinn með miklum halla á þessu ári.

Komandi hallarekstur kemur fyrst og fremst til með að myndast vegna lélegrar fjármálastjórnar sveitarstjórnar. Sem dæmi um fjármálastjórnina er hægt að benda á að sveitarstjórnin hefur lagt útí framkvæmdir fyrir tugi milljóna án þess að gera fjárhagsáætlun eða framkvæmdaáætlun. Meirihlutinn veit uppá sig sökina enda svara þeir fyrirspurnum í engu og stinga bara höfðinu í sandinn. Sennilega væri réttast að kalla þessa sveitarstjórn strútana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband