12.6.2007 | 21:33
Það er ekki alltaf hægt að standa við það sem maður lofar!
Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar lofuðu þeir listar sem nú mynda meirihluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi að reyna að hafa skólavistun í Brautarholti, þrátt fyrir að ekki ætti að vera skólahald þar. Þegar meirihlutinn var minntur á þetta á síðasta skólanefndarfundi sagði einn fulltrúi meirihlutans þessa fleygu setningu: "Það er ekki alltaf hægt að standa við það sem maður lofar". Eftir að þetta var sagt þá hef ég dálítið velt fyrir mér hvernig staðið er að loforðum stjórnmálamanna. Eru þau bara djók?
Á þessum fundi kom einnig annað merkilegt fram. Sveitarstjóri tilkynnti okkur að á fundi hans og oddvita hefði verið ákveðið að fresta að setja neyðarútganga í skólastofurnar í skólahúsnæðið í Árnesi. Tími til framkvæmda væri of naumur. Skólanefnd hafnaði þessu og fór fram á að öryggismál yrðu í forgangi þegar framkvæmdir sumarsins væru ákveðnar.
Sama var uppi á borðum þegar fjallað var um skólaakstur. Síðasta vetur setti skólanefnd reglur um öryggisbúnað í skólabílum. Skólanefnd lagði á það áherslu að einungis yrði samið við þá bílstjóra sem hafa útbúið bíla sína samkvæmt þessum reglum.
Frá því í apríl hef ég óskað eftir fundi í skólanefnd, bæði með símtali við formann og einnig með tölvupósti til sveitarstjóra. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir þá hefur ekki verið haldinn fundur í skólanefnd vegna leikskólamála frá því í mars. Á þessum tíma eru samt miklar framkvæmdir í gangi, verið er að breyta húsnæði fyrir leikskólann og einnig hefur verið talsvert um mannaráðningar, allt málefni sem skólanefnd bera að hafa eftirlit með.
Eins og ég hef áður bent á þá er metnaður formanns fyrir starfi skólanefndar enginn. Með áhugaleysi sínu hefur hann gert öðrum í skólanefnd erfitt að gegna skyldum sínum. Hlutverk skólanefndar er mikið en ef skólanefnd starfar ekki þá er stjórnendum skólanna gert erfiðara fyrir að sinna sínu starfi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.