14.7.2007 | 10:37
Niðurgreidd fasteignagjöld
Samkvæmt frétt af heimasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps og bloggi sveitarstjóra hefur sveitarstjórn ákveðið að styrkja fyrirtæki í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til frekari markaðssetningar. Styrkurinn kemur til með að nema a.m.k. 20% af fasteignagjöldum atvinnuhúsnæðis viðkomandi (B stofn).
Sveitarfélagið styrkir ýmsa atvinnustarfssemi sérstaklega. Má þar nefna ferðamál, en Skeiða- og Gnúpverjahreppur stendur að rekstri skrifstofu ferðamálafulltrúa. Sauðfjárrækt en þar styrkir sveitarfélagið uppbyggingu og viðhald rétta ásamt með afréttarmálum o.fl. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er hins vegar rekin annars konar starfssemi sem ekki kemur til með að njóta þessara styrkja. Verktakar í landbúnaði, húsasmiðir, rafvirkjar, skrifstofuþjónusta. Þetta er allt starfssemi sem kemur ekki til með að fá styrk til "markaðssetningar".
Í bókun Skeiða- og Gnúpverjahrepps er engin kvöð um að styrkurinn eigi að renna til markaðssetningar. Það er ekki kveðið á um að einhver eftirfylgni sé með í hverju styrknum skuli eytt. Spurningin er því af hverju var sveitarstjórnin að hækka gjöldin. Er það kannski til að ná inn auknum tekjum af þeim sem eiga atvinnuhúsnæði í sveitarfélaginu en greiða ekki útsvar hingað. Þar koma fyrst og fremst í hugann þeir einstaklingar sem keypt hafa jarðir í sveitarfélaginu sl. ár en ekki flutt hingað sjálfir. Það hlýtur að vera spurning um réttmæti þessarar ákvarðanar ef tekið er mið af jafnræðissjónarmiðum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.