16.8.2007 | 17:51
Samvera foreldra og barna
Á fundi skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem haldinn var 18.12.2006 lagði Jóhannes Sigurðarson fram eftirfarandi tillögu:
Ég undirritaður legg til að á næsta skólaári verði vistunartími leikskólabarna ekki bundinn af að hafa fjóra daga vikunnar jafn langa. Eins og fyrirkomulag vistunartíma leikskólabarna er í dag er foreldrum skylt að greiða fyrir jafn marga tíma á dag fjóra daga vikunnar þ.e.a.s mánudaga til fimmtudaga þarf barnið að vera jafn langa daga. Ég undirritaður legg til að þessu verði breitt
þannig að henti vinnutíma eða milliferðatíma þeirra sjálfra. Þetta mundi sérstaklega nýtast foreldrum yngstu barnanna sem ekki geta eða vilja nýta sér milliferðabíl úr Árnesi í Brautarholt.Ég tel að þessi sveigjanleiki mundi frekar stuðla að styttri vistunartíma hjá börnunum og þar af leiðandi meiri samveru foreldra og barna.
Með samþykkt þessarar tillögu gerði skólanefndin sér vonir um að foreldrar gætu séð sér hag í að stytta vistunartíma barnanna þá daga sem færi gæfist vegna vinnu. Leikskólastjóri hefur margoft andmælt þessari tillögu og sendi m.a. erindi til sveitarstjórnar þar sem hún freistaði þess að hnekkja tillögunni en allt kom fyrir ekki. Á síðasta fundi skólanefndar sagði leikskólastjóri síðan að ef tillaga hennar um fjölgun skipulagsdaga yrði samþykkt þá myndi hún gangast undir að vinna eftir tillögu Jóhannesar.
Nú er leikskólinn að hefja starfssemi sína veturinn 2007 - 2008. Ekki hefur leikskólastjóri enn séð ástæðu til að kynna þessa samþykkt fyrir foreldrum í sveitarfélaginu. Sennilega verður þessari tilraun lokið áður en hún hefst sökum andstöðu leikskólastjóra.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.