Á að virkja í Þjórsá?

Það er dálítið merkilegt að fylgjast með umræðunni um hvort eigi eða eigi ekki að virkja í Þjórsá. Landsvirkjun telur nauðsynlegt að virkja og helst þarf að gera 3 virkjanir í ánni. Af þessum virkjunum eiga að skapast miklar tekjur og allt á að verða grænna og betra.

Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru skiptar skoðanir um málið og má segja að menn skiptist í þrjár fylkingar. Sú sem hæst lætur eru náttúrulega virkjanaandstæðingar en þeir halda fundi, setja upp spjöld og skilti og skrifa greinar. Samkvæmt þeirra málflutningi er þarna um mikil náttúruauðæfi að ræða sem færu undir vatn. Að vísu er að mestu um ræktað land og mela að ræða, en sínum augum lítur hver á silfrið. Virkjanaandstæðingar hafa einnig fengið bandamann í lið með sér en það er umhverfisráðherra. Andstæðingar virkjana boðuðu til fundar og umhverfisráðherra sá sér fært að mæta á þann fund, enda líkur á að fjölmiðlar kæmu með myndavélar og hún fengi smá umfjöllun sem hægt væri að nýta í framtíðinni. Það eru hins vegar liðnir nokkrir mánuðir síðan hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps fór fram á fund með umhverfisráðherra en hún hefur ekki enn séð sér fært að svara hreppsnefndinni. Sennilega ekki eins fjölmiðlavænt.

Í sveitarfélaginu eru einnig nokkrir einstaklingar sem eru fylgjandi virkjunum. Þessir einstaklingar telja að virkjun lyfti atvinnulífinu upp og við fáum eitthvað endurgjald fyrir þau verðmæti sem vatnsaflið er. Þessi hópur er ekki eins hávær og andstæðingarnir en heyrist samt aðeins í þeim.

Síðan eru það þeir sem eru á báðum áttum. Finnst ekki nægjanleg rök hafa komið fram fyrir virkjun og ekki heldur gegn virkjun. Er fullrannsakað hvort ekki komi til með að koma vatn upp um hinar ýmsu hraunsprungur neðst í hreppnum? Fær Skeiða- og Gnúpverjahreppur einhverjar tekjur af fasteignagjöldum? Eru þetta virkilega einhverjar náttúruauðlindir sem færu undir lón? Er nauðsynlegt að virkja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband