Leikskólamál - "þetta reddast"

Þann 22.11. var haldinn fundur í skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps um leikskólamál. Í fundarboði var kynnt að fjallað yrði um starfsmannamál, skólaakstur, reikninga fyrir leikskólavistun og fjárhagsáætlun auk annarra mála.

Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar lá það fyrir að meirihluti sveitarstjórnar vildi flytja allt leikskólastarf í Brautarholt. Til að koma til móts við foreldra ákvað meirihlutinn að standa við loforð um skólaakstur fyrir nemendur leikskólans. Þann 3. september 2007 hófst aksturinn samkvæmt ákvörðun skólanefndar frá 26. júní 2007. Núna rúmlega tveim mánuðum síðar er komin uppgjöf í liðið. Á fundinum kom fram að starfsmenn leikskólans treysta sér ekki til að halda þessu starfi áfram. Sá starfsmaður sem tók að sér að fylgja börnunum í skólabílnum vill hætta því starfi og það var að heyra á leikskólastjóra og fulltrúa starfsfólks að þessu fylgdi mikil vinna fyrir starfsfólk og auk þess var kvartað yfir því hvað samskipti við foreldra væru lítil. Einnig var bent á að kostnaður við þennan akstur væri mjög mikill. Ég benti á að þetta væru allt gamlar fréttir. E-listinn hefði bent á öll þessi atriði fyrir kosningar. Þá var hins vegar annað hljóð í mönnum, sveitarstjórnarmönnum sem og öðrum sem sátu á listum A og L-lista. Þeirra orðatiltæki var einfaldlega    "þetta reddast". Nú er sem sagt komið að enn einni reddingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband