Útvarp Suðurland

Ég tók að mér að vera með þátt á útvarp Suðurland í gærkvöld. Þar spilaði ég Bítlatónlist í tvo tíma og spjallaði um lögin og mennina bak við lögin. Þetta var alveg svakalega gaman og ég vona bara að þeir sem hlustuðu hafi haft jafn gaman að þessu og ég. Ég fékk Villa vin minn til að vera með mér, svona til halds og trausts. Það var meira að segja þannig að ég fékk viðbrögð frá hlustendum meðan þátturinn var í loftinu og voru þau svona líka jákvæð. Ég varð eðlilega mjög ánægður með þetta. Eftir að þættinum lauk þá bauð Óli mér að vera með annan þátt n.k. miðvikudagskvöld og ef af verður þá kem ég til með að spila ný og gömul jólalög.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var virkileg gaman að fá nasasjón af því hvernig svona útvarpsmál fara fram. Skemmtilegt að sjá og heyra í þér í svona brjáluðu bítlaaksjon. Finnst að þú ættir að gera þetta öðruhvoru, amk fram að jólum.

Villi (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:12

2 identicon

Þú mættir nú alveg senda mér mail áður en þú ferð í stúdíóið næst. Maður er svosum ekki alltaf með kveikt á útvarpinu. Alltaf gaman að rifja upp bítlalögin.

Magnús Már (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:16

3 identicon

Hlustaði á jólalögin hjá þér í kvöld. Góður kl.tími .  Hvernig er það, verður ekki endurtekinn bítlaþátturinn hjá þér?  Ég missti af honum.

Kveðja frá Reykhól

Gummi (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband