Málþing um skólastefnu!

Í sveitarfélaginu mínu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hefur sveitarstjórnin ákveðið að halda málþing um skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þetta málþing er haldið án þess að hafa skólanefnd með í ráðum, í raun var skólanefnd einungis tilkynnt að þessi ráðstefna ætti að fara fram.

Þegar dagskrá málþingsins er skoðuð þá fer ekki milli mála að þarna eiga stjórnendur stofnana að mata þá sem þátt taka á áhersluatriðum og síðan á ráðstefnan að skila þeirri niðurstöðu sem hentar. Þetta sést á því að skólastjóri og leikskólastjóri fá sinn hvorn hálftímann í framsögu ásamt með korteri frá tónlistarskóla en hins vegar er gert ráð fyrir að hópavinna hefist kl. 12:30 og kl. 13:30 verða niðurstöður hópa kynntar.

Annað sem ég tók eftir við lestur auglýsingarinnar er að ekki er gert ráð fyrir að fjallað verði um skólastefnu elstu bekkja. Því hagar nefnilega þannig til að Skeiða- og Gnúpverjahreppur kaupir þjónustu af Hrunamannahrepp við kennslu 8 - 10 bekks en ekki er gert ráð fyrir aðkomu Hrunamanna að þessu málþingi.

Annað atriði sem vekur furðu er að ekki er gert ráð fyrir að fjalla um flutning alls skólastarfs að Flúðum. Fyrir liggur að viðhald skólahúsnæðis er talsvert og einnig er komin fram þrýstingur á að byggt verði við skólann íþróttahús og einnig þarf að laga sundlaug til að hún sé kennsluhæf. Það sjónarmið hefur fengið meiri og meiri útbreiðslu að frekar ætti Skeiða- og Gnúpverjahreppur að verja peningum til stækkunar skólans á Flúðum í samvinnu við Hrunamenn og flytja allt skólahald að Flúðum. Það liggur fyrir að áhugi er meðal Hrunamanna um aukið samstarf.

Að lokum er það eitt atriði sem mig langar að benda á en það er að þann 06. mars, tveim dögum fyrir fyrirhugað málþing, var haldin kynningafundur um sameiginlega framtíðarsýn um skólastarf á vegum SÍS en Skeiða- og Gnúpverjahreppur taldi ekki þörf á að senda mann þangað. Það hefði sennilega verið snjallt að senda einhvern til að kynna sér þetta mál og koma með þær áherslur sem þar kæmu frá á málþinginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband