20.6.2008 | 13:59
Nú er gott að hafa Íbúðalánasjóð
Nú er gaman að skoða söguna.
Á síðasta kjörtímabili stóð Framsóknarflokkurinn vörð um Íbúðalánasjóð. Einnig stóð Framsóknarflokkurinn við kosningaloforð sitt um hækkun íbúðarlána til þeirra sem voru að kaupa sína fyrstu eign. Bankarnir ætluðu sér að yfirtaka þennan markað og undirbuðu Íbúðalánasjóð til að taka til sín sem mest af lánum. Núna er staðan sú að bankarnir hættu að lána en vilja víst fá peninga frá sjóðnum sem þeir ætluðu að gleypa og Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn sjá þá einu lausn að endurvekja kosningaloforð Framskóknarmanna og hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs.
Það verður æ skemmtilegra að vera framsóknarmaður.
Íbúðalánasjóður til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er samt hálfglatað.. Bankarnir eru jú algjörlega búnir að klúðra þessum málum og fasteignasalar búnir að sprengja allt húsnæðisverð upp úr öllu valdi. Þetta nýjasta útspil gerir t.d. ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir mig og í leið margra aðra sem standa í mínum sporum. Þ.e. að vera með íbúð sem er verðmetin á 20 milljónir , hrein eign 5 milljónir og lán upp á 15. Og nú hefur fjölgað í fjölskyldunni og þarf ég að færa mig úr 3ggja herbergja íbúð yfir í fjögurra til fimm herbergja. Þetta myndi gefa mér tækifæri á að kaupa íbúð sem væri verðmetin á 25 milljónir, ( og ef þetta á aðeins við um fyrstu kaup , er þetta alveg dauðadæmt ) Það finnst varla almennileg og í-búandi 4 herb. íbúð á þessu verð á höfuðborgarsvæðinu.. Þannig að þarna hefði mátt gera miklu miklu betur..... Ég held að menn ættu ekkert að vera að grobba sig af þessu og að það sé gaman að vera Framsóknarmaður. Mér finnst ekki skipta neinu einasta máli hvaða flokkur gerir hvað.. bara að hlutirnir séu afgreiddir á þann hátt að þeir skili sér fyrir alla þjóðina.
Bestu kveðjur / Gottskálk
Gottskálk (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 14:24
Já nú er gott að hafa hann til að hjálpa ræflunum sem fengu bankana gefins á sínum tíma, já ríkið sér um sína menn það er eitt sem ábyggilegt er. Ef þetta væru einhverjir Jónar úti í bæ væri ekki að púka svona upp á þá. Það er lágmark að menn viti til hvers peningar eru ef þeir eru í bankarekstri.
Helga Auðunsdóttir, 25.6.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.