Reykjavíkurblöðin fara af landsbyggðinni

Það er svo sem sjálfhætt að dreifa Fréttablaðinu og 24 stundum á landsbyggðinni. Þessi blöð bæði eru Reykjavíkurblöð og skrifa einungis Reykjavíkurfréttir nema þegar á að byggja upp atvinnulíf á landsbyggðinni. Þá eru þau tilbúin til að fara í krossferðir og skrifa um landsbyggðina og þá oftast gegn framkvæmdunum og einungis séð með augum 101 Reykjavík.  

Við þurfum svo sem ekki að örvænta. Á Suðurlandi er t.d. fjölbreytt flóra héraðsblaða sem sinnir okkur af kostgæfni og síðan eru það netmiðlarnir. Sunnlenska, Dagskráin og Glugginn eru allt fréttablöð sem gefin eru út á Suðurlandi og tvö þeirra eru fríblöð. Þessum fríblöðum er dreift í öll hús á svæðinu en það er eitthvað sem hvorki 24 stundir eða Fréttablaðið hafa getað gert. Kannski er þessum blöðum bara betur stjórnað en Reykjavíkurblöðunum.


mbl.is Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það nú bara ágætt að þeir hætti þessarri dreifingu. Fréttablaðið berst okkur yfirleitt blautt og rifið ef það berst okkur á annað borð. Sér er nú hver þjónustan hjá þeim.

Og það er sko satt þetta með hvað þeir éta upp úr héraðsfréttablöðunum, oft á tíðum orðrétt. En kannski annað verra er að þeir stela hiklaust ljósmyndum fólks af vefsíðum þess og eru svo með leiðindi ef fólk kvartar.

Svo finnst mér algjör óþarfi þetta með dreifingarkassana, nóg er af þessu í Bónus, og þetta verður bara til þess að sveitarfélögin þurfa að þrífa upp fjúkandi blöðin eftir skemmdarverkaæði unglingana um helgar.

Þetta er eins og með póstinn og bankana, verið að loka og spara, og svo er logið fullum fetum í okkur að það sé verið að bæta þjónustana. Bara hrein della.

Villi vinur (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband