Gott að þeir séu ekki ljósmæður

Þetta er nú meiri lúxusinn hjá þeim. Ekki þurfa þeir að fara í verkfall, eða eiga von á kæru frá fjármálaráðherra. Þeir geta dundað sér við að leiðrétta þann órétt sem þeir samþykktu varðandi eftirlaunin án þess að eiga von á eftirmálum. Þeir geta farið á ráðherrabílum í réttir og sagt síðan að þeir séu ekki í vinnunni og neitað viðtölum. Ef þeir fara í ferðalög þá fá þeir greidda tvöfalda dagpeninga þrátt fyrir að allur kostnaður sé greiddur. Það má ekki minnast á siðareglur hjá þeim þó þeir séu manna duglegastir við að setja lög um hvernig við hin eigum að haga okkur.

Þetta eru sennilega heppnustu launþegar landsins.


mbl.is Laun æðstu embættismanna hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú einhverja hugmynd um hvað eigi að borga þessum mömmun í laun?  Þetta eru mjög ábyrgðar miklar stöður og því fynnst mér ekkert nema sanngjarnt að þeir fái vel borgað fyrir.  Mér fynnst þú tala um þetta eins og hver sem er geti verið ráðherra eða forseti.  Þótt það sé kannski þannig í Reykjavík er það yfirleitt ekki þannig ;)

Bjarki (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:50

2 identicon

haha úps!  mömmun átti víst að vera mönnunum ;)

Bjarki (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Sæll Bjarki
Það er nú einu sinni þannig að hver sem er getur orðið ráðherra eða forseti. Við getum litið á núverandi ráðherra og þar sjáum við einkennilegar skipanir í ýmis ráðuneyti, t.d. fjármálaráðherra og fleiri. Eina sem menn þurfa að hafa til að bera til að verða ráðherrar er að vera duglegir að potast í flokknum eins og viðskiptaráðherra hefur gert eða vera af góðum ættum eins og fjármálaráðherra.

Ábyrgðin er síðan annað mál. Hvenær hefur þú séð að ráðherra eða þingmaður hafi borið ábyrgð á eigin klúðri eða vanhæfni? Dæmin eru svo fjölmörg þar sem ráðherra í öllum öðrum vestrænum ríkjum hefðu þurft að segja af sér. Ferðalög á kostnað hins opinbera, ráða ættingja og vini í opinber störf, misnotkun á almannafé o.s.frv.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 18.9.2008 kl. 15:56

4 Smámynd: Gunnar Kr.

Asgolli ertu eitthvað vondur við Árna Matt...

Meira!!!

Gunnar Kr., 20.9.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Svo sammála þér Jónas, það er oftar enn ekki hjá þessari stjórn búið að fylla mælinn hjá þjóðinni, en þar sem við erum svo vön að láta stappa á okkur, og reynum ekki einu sinni að bera hönd fyrir höfuðið. og kunnum svo sannarlega ekki að kjósa með fótunum eins og er gert allstaðar í kringum okkur í Evrópu, eigum við þá eitthvað betra skilið? Við verðum líka að gera eitthvað til að á sé hlustað, ekki satt.

Helga Auðunsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband