Á sveitarfélag að styðja sérstaklega við atvinnustarfssemi?

Á fundum skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur margoft komið fram að Ábótinn ehf. hefur fengið talsverðan óbeinan stuðning við reksturinn. Ekki liggur það einungis í því að sveitarfélagið og stofnanir þess kaupi talsverða þjónustu af Ábótanum heldur hefur Ábótinn fengið afstúkað rými í Þjórsárskóla fyrir búnað sinn án þess að til greiðslu hlusaleigu hafi komið. Ekki hefur ábótinn heldur greitt fyrir rafmagn eða aðra þjónustu sem til fellur vegna þessa húsnæðis. Það yrði vafalaust mörgum fyrirtækjum mikill stuðningur ef þau fá fría húsaleigu og rekstarkostnað hjá sveitarfélaginu.

Nú standa yfir samningaumleytanir við netþjónabú um aðstöðu o.fl. í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Til að jafnræðisreglunnar sé gætt að fullu þá vaknar sú spurning hvort sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps beri ekki að greiða fyrir netþjónabúinu á sama hátt og fyrirgreiðsla til handa Ábótanum hefur verið þ.e. ókeypis húsaleiga í nokkur ár auk þess að greiða rafmagnskostnað. Það eru auk þess nokkur fyrirtæki í sveitarfélaginu sem myndu þiggja svona rausnarskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband