Er "Kreppustjórnin" að springa?

Er Ísland á sínum síðustu dögum sem fullvalda ríki? Það er líklegt að ef IMF kemur hingað með tilsjónarmann með Kreppustjórninni þá séu dagar okkar sem fullvalda ríkis taldir. Jón Baldvin vill stjórnarslit og Samfylkingin er í góðri stöðu núna komi til kosninga. Sjálfstæðismenn hins vegar eru búnir að vera í stjórn í langan tíma og allan þann tíma haft með höndum ráðuneyti sem vega þungt í núverandi ástandi.

Annars hafa mér fundist skýringar ráðamanna og bankamanna á því hvers vegna fór sem fór all fáránlegar. Þetta sé allt vondu bönkunum að kenna sem vildu ekki lána okkur meira. Mér hefur skilist að ef einstaklingur fái ekki lán í bönkum til að framlengja öðrum lánum þá sé viðkomandi gerður gjaldþrota (oftast af kröfu innlendra banka) og það sé bara honum að kenna og engum öðrum. Samkvæmt söguskýringu bankamanna nú undanfarið þá má kenna þeim um öll gjaldþrot sem hafa orðið á Íslandi liggur við frá upphafi.


mbl.is Ráðherrar funda á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já Jónas ef ekki næst samstaða innan stjórnarinnar að leita eftir hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum held ég að stjórnarsamstarfið hangi á bláþræði. Svo er það spurningin hvort það væri til góðs miðað við ástandið að stjórnin springi. Sennilega verða nú svörin misjöfn við þeirri spurningu.

Sigurður Jónsson, 19.10.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Þó svo að ég sé ekkert hrifinn af þessari stjórn þá vona ég að hún haldi eitthvað áfram eða að mynduð verði þjóðstjórn. Því miður eru allir alþingismennirnir orðnir allt of samofnir þessu kerfi að það er enginn einn sem getur með réttu unnið okkur út úr ástandinu. Hins vegar væri það gersamlega ábyrgðarlaust af Samfylkingunni að slíta stjórnarsamstarfinu. Ég tel að réttast væri að formenn flokkanna ættu að breyta eftirlaunalögunum hið snarasta og síðan ættu nokkrir þungaviktarmenn í stjórnmálum og öllum flokkum að segja af sér til að hleypa að fólki sem er ekki eins mengað af langri þingsetu. Einnig ættu fjölmargir embættismenn að hætta eins og seðlabankastjórar og stjórn, ráðuneytisstjórar sem höfðu þessi mál á könnu sinni, stjórnendur eftirlitsstofnana sem ekki stóðu sig í stykkinu og fleiri. Ég held að það þurfi almennilega tiltekt á toppnum en þó veit ég að það fæst enginn til að leggja þetta til. Sennilega komum við til með að sitja uppi með sömu aðilana við stjórn og þá sem keyrðu okkur í kaf. 

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 19.10.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband