Hvernig er þetta hægt?

Hvernig fórum við að því að stökkva úr því að vera litla sæta þjóðin þarna norðurfrá í það að vera ein verst liðna þjóð Evrópu? Bretar, Hollendingar, Þjóðverjar o.fl. eru ill útí okkur, ekki bara ríkisstjórnirnar heldur þjóðirnar í heild.

Við höfum hagað okkur eins og spilltur krakki. Við hirtum allt og sólunduðum í alls konar dellu. Við leyfðum örfáeinum einstaklingum að eyðileggja orðspor okkar þannig að ekki verður aftur snúið. Þessir einstaklingar stálu fjármunum af fólki í þessum löndum og nú er svo komið að ekki einu sinni þeir vilja láta bendla sig í Ísland, eins og glögglega sást þegar Bjarni Ármannsson þóttist vera norðmaður þegar hann hljóp maraþon.

Við verðum að snúa við blaðinu. Við getum ekki sett upp þrjóskusvip og stappað niður fótunum og öskrað. Við verðum að taka okkur taki og hlíða. Við verðum því miður að hlusta á umheiminn og samþykkja þeirra kosti eða fara á hausinn. Við erum í raun beitt efnahagsþvingunum en það er bara okkur sjálfum að kenna.


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband