19.12.2008 | 16:48
Af hverju ekki að byrja hjá sjálfum sér?
Góðar tillögur hjá VG en það hefði verið gott að líta sér nær. Hér koma nokkrar sparnaðartillögur í viðbót:
- Breyta eftirlaunakjörum þingmanna og ráðherra til samræmis við eftirlaun almennra launþega
- Leggja niður stöður aðstoðarmanna þingmanna og ráðherra
- Setja lög um ráðningar til ráðuneyta sem eru utan skipulags (fjölmiðlafulltrúar o.fl.)
- Leggja a dagpeningagreiðslur vegna maka þingmanna og ráðherra
- Láta þingmenn og ráðherra falla undir sömu lög og aðra launþega þegar kemur að greiðslum vegna starfstengds kostnaðar
- Breyta biðlaunareglum þingmanna og ráðherra til samræmis við venjulega launþega
- Loka nokkrum sendiráðum (t.d. 10)
Vinstri grænir kynna þrjú frumvörp um skattabreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"e) Breyta fyrirkomulagi á dagpeningagreiðslum ráðherra, þingmanna og embættismanna, þannig að í stað fastra dagpeningagreiðslna á ferðalögum kæmi endurgreiðsla kostnaðar með þaki."
"f)Frekari sparnaður í yfirstjórn ráðuneyta og opinberra stofnana."
Þetta kemur fram í greininni sem er partur af því sem þú telur upp.
Þessi upptalning hjá þér mundi örugglega spara heilan haug af peningum. Mér hefur oft fundist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar vera fáránleg og engin breyting nú. Heilbrigðiskerfið er eitt það síðasta sem á að skera niður í.
Dystópía, 19.12.2008 kl. 16:58
leggja niður ríkisstyrki til þingflokka og framboða sem núverandi þingmenn skömmtuðu sér sjálfir með lagabreytingum.
Fannar frá Rifi, 19.12.2008 kl. 16:58
Sæll Jón Yngvi,
Sammál þér. VG hefur lagt til fyrir þó nokkru síðan að eftirlaun ráðherra og þingmanna verði söm og opinberra starfsmanna svo það er afgreitt. Það kemst hins vegar ekki á dagskrá þingsins - enda er henni stýrt af ríkisstjórninni!
Góðar kveðjur og gleðileg jól,
Lilja
Lilja (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:05
Sammála góðum tillögum. Eins mætti að ósekju fækka ríkisbönkunum um tvo.
Magnús Sigurðsson, 19.12.2008 kl. 17:10
Það mætti líka taka af einkabílstjórana og fínu drossíurnar hjá þeim sem það hafa og veita frekar hóflega bílastyrki svo þeir fari að nota eigin bíla - eða hjóla - eða ganga.
Annar er ég svo innilega sammála öllu sem hefur verið sagt hér að ofan .
En ertu að hallast á sveif með VG, Jonsy minn kæri?
Villi Kristjáns (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.