7.1.2009 | 11:59
Hann mætir ekki
Dómsmálaráðherra er ekki maður sem talar við lýðinn. Hans aðferð er að skrifa á heimasíðuna sína og við hin eigum síðan bara að lesa það sem hans hágöfgi skrifar, gagnrýnilaust. Dómsmálaráðherra er dæmi um stjórnmálamann sem finnst hann vera hafinn yfir gagnrýni og að þurfa að lítillækka sig við samskipti við alþýðu manna. Því miður hefur draumar hans orðið til þess að Ísland er á leiðinni með að verða að litlu lögregluríki. Væri t.d. ekki nær að nota fjármuni til að efla almenna löggæslu frekar en að stofna leynilögreglu (greiningadeild) og eyða stórfé í víkingasveit. Ef lögreglan hefði fleiri Geirjóna (Jóngeira) í stað Gasmanna þá væri ástand við mótmæli ekki eins slæmt og það stundum vill verða.
Birni boðið í pallborðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heitir yfirlögregluþjónninn ekki Geir Jón (frekar en Jón Geir)? Annars verður það bara að koma í ljós hvort hæstvirtur dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason þiggur boðið og mætir á svæðið. Gott hjá þér að segja „gagnrýnilaust“ vegna þess að gagnrýni er kvenkynsorð og tekur því ekki „eignarfalls-tengi-s“. Kær kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 12:09
Geir Jón heitir hann víst og ég biðst afsökunar á þessari vitleysu hjá mér. Ég breyti færslunni til samræmis.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 7.1.2009 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.