Er ekki komið nóg.

Lögregla er farin að beita kylfum á mótmælendur. Hverju á það á áorka öðru en meiri hörku í mótmælum. Það er löngu þekkt að menn láta hart mæta hörðu. Lögreglan notað það sem afsökun á framferði sínu að hent hafi verið í þá grjóti en það er samt engin afsökun fyrir því að berja fólk með kylfum í höfuðið eða að handleggsbrjóta það.

Síðan eru ráðherrar fluttir í gegnum leyniganga frá "lýðnum". Af hverju þora þeir ekki að mæta atkvæðunum og ræða við þau. Kannski er það vegna þess að forsætisráðherra og hans slekti veit loks uppá sig sökina. Ég held að þetta lið ætti að segja af sér hið snarasta.

Nú er ég ekki hrifinn af ofbeldi en því miður virðist ofbeldi vera það eina sem ráðherrar og þingmenn skilja. Menntamálaráðherra tjáir sig oftast þegar hún verður fyrir truflun vegna mótmæla og þá hefur hún áhyggjur af ástandinu, annars segir hún ekkert.

Æji, kannski eru þessi læti eina leiðin til að ná eyrum ráðamanna.


mbl.is Beittu kylfum á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögreglan er farin að beita piparúða sem fyrsta viðbragð, það er óverjandi þar sem þetta er stórhættulegt efni og hefur það dregið fjölda fólks til dauða. Það væri hægt að réttlæta notkun þess ef að þeir væru í einhverri hættu en að úða yfir fólk fyrir að vera ekki nógu fljótt að bakka er ekki réttlætanlegt. Þegar þeir byjruðu að úða yfir fólkið í dag var ENGINN mótmælandi búin að beita NEINU ofbeldi né skemmdarverkum, lögreglan sá þá um að æsa fólkið nógu mikið upp með þessari valdníðslu að upp úr sauð.

OFBELDI LEIÐIR AF SÉR OFBELDI og það er LÖGREGLAN SEM BYRJAÐI!!!

STÖÐVUM VALDNÍÐSLU LÖGREGLUNNAR!!!

kv. friðsamur mótmælandi

Elín (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 275

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband