Mótmælin halda áfram

Ég kom við á Austurvelli eftir vinnu í dag til að upplifa mótmælin öðruvísi en í gegnum fjölmiðla. Þar var fyrir hópur fólks á öllum aldri sem trommaði og hrópaði "Vanhæf ríkisstjórn". Lögreglan stóð síðan vaktina á móti mótmælendunum. Ég gæti vel trúað að einhver slatti lögreglumanna vildi allt eins vera staddur í hópi mótmælanda. Þegar allt kemur til alls þá eru lögreglumenn einnig íbúar þessa lands og ástandið hefur bitnað á þeirra kjörum alveg eins og allra annara. Afskaplega fundust mér svo hallærislegir þeir sem komu með klúta fyrir andliti til að þekkjast ekki. Meðan ég staldraði við þá kom hópur söngfólks og söng nokkur lög. Þetta braut mótmælin upp á jákvæðan og skemmtilegan hátt.

Ingibjörg Sólrún er tilbúin til að halda lífi í Geir í einhverja daga enn. Hún er þó loks komin á þá skoðun að það þurfi að kjósa í vor. Það þarf bara að passa uppá að hún og hinir snillingarnir í ríkisstjórninni haldi áfram að vera við kjötkatlana þannig að aðrir geti ekki komist að. Kannski er hún hrædd um að missa ritstjórnarvald yfir hvítbókinni sem hún og Geir eru að láta skrifa um sig. Þessi valdsstjórn ætti hins vegar að sjá að dagar hennar eru taldir og fara frá. Sjálfstæðisflokknum er alls ekki treystandi fyrir hagstjórn, þeir hafa klúðrað málum svo gersamlega að börnin mín hefja lífsbaráttuna í þjóðfélagi sem er á góðri leið með að verða þriðja heims ríki. Samfylkingunni er vorkun. Gleði þeirra við að komast loks að var svo mikil að þau gleymdu að það er ekki nóg að sitja í stólunum og koma sínum flokksmönnum á rétta staði í stjórnkerfinu. Það gleymdist alveg að vinna þá vinnu sem þau réðu sig í.

Vonandi lifir ríkisstjórnin ekki fram að helgi.


mbl.is Á þriðja hundrað á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Utanþingsstjórn strax, þar sem valið fólk er í hverju rúmi. Nýtt lýðveldi.

 Þá fyrst er grundvöllur til að boða til alþingiskosninga.

Kveðjur bestar,

Kolbrún Bára

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband