25.2.2009 | 18:01
Sveitarstjóri rekinn?
Sigurður Jónsson er orðinn fyrrverandi sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Starfslok Sigurðar komu eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við sem búum í sveitarfélaginu vissum ekki til að það væri einhver óánægja hjá meirihlutanum með störf sveitarstjórans. En hvað kom þá til.
Mínar heimildir segja að Sigurður hafi ofreiknað sér laun. Bæði er þar um að ræða ofreikning á samningsbundnum launahækkunum og eins mun vera um að ræða einhvern ágreining um laun vegna fundarsetu, en sveitarstjóri sat fjölda funda fyrir sveitarfélagið í starfi sínu.
Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps var á ágætis launum hjá sveitarfélaginu. Þetta má lesa úr ársreikningum hreppsins. Því vekur það nokkra furðu að menn skuli misnota trúnaðaraðstöðu í litlu sveitarfélagi og hafa á þennan hátt pening út úr sveitarfélaginu. Þetta mál Sigurðar ásamt fleiri líkum málum gera það að verkum að greinilega þarf að setja skýrar verklagsreglur um eftirlit með stjórnendum lítilla sveitarfélaga. Eins þarf að skoða hvort sveitarstjórnir eigi ekki að fylgjast betur með störfum ráðinna sveitarstjóra. Eitt er a.m.k. ljóst. Það er erfitt að treysta mönnum fyrir peningum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig langar til þess að fá að stelast til þess að tjá mig um málefni Sigurðar Jónssonar fyrrverandi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps hjá þér þar sem að hann er búinn að loka mig frá síðunni sinni. Ég er ekki bloggari sjálfur.
Ég hef átt samskipti við hann í síma þar sem hafa reynst marklaus og ennfremur hafa svör hans við skrifum mínum í Sunnlenska fréttablaðið verið yfirklór eitt og tilraun til þess að þyrla upp moldviðri um það mál sem við höfum tekist á um. Miðað við vinnubrögð hans í því máli kemur mér uppsögn hans ekki á óvart og skil raunar ekki hversu lengi hann hefur hangið í starfi.
Mér hefur ennfremur fundist skrif hans á bloggsíðunni hans óvönduð og ekki bera þess vitni að þar fari sveitarstjóri með mikla reynslu og þekkingu svo ekki sé minnst á málfarið og ritstílinn. Þvert á móti hefur mér fundist hann vera með hausinn í sandinum og illa meðvitaður um þær miklu hræringar og breytingar sem eiga sér stað í íslensku samfélagi.
Það kemur mér því ekki á óvart að hann hafi verið látinn fara vegna skorts á heiðarleika og óvandaðra vinnubragða í vísitölureikningi. Mál það sem ég hef því miður þurft að eiga samskipti við hann er nú á borði úrskurðarnefndar Samgönguráðuneytisins og er þar meðhöndlað sem kæra samkvæmt sveitarstjórnarlögum þar sem hreppurinn undir forystu Sigurðar hafa ekki hirt um að svara erindi mínu og foreldra minna í næstum 2 ár.
Ég óska Sigurði velfarnaðar í að finna vinnu sem hæfir getu hans og trúmennsku í því samfélagi sem hann og hans líkar hafa átt svo ríkilegan þátt í að móta.
Sigurgeir Sigmundsson
Sigurgeir Sigmundsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.