12.4.2009 | 11:59
Eftirtekt sjálfstæðismanna er mikið ábótavant
Þegar menn taka ekki eftir breytingu á tekjum uppá 50 milljónir milli ára þá eru menn ekki að skoða reikningana. Ef menn hins vegar taka eftir þessum breytingum á tekjum og gera ekki athugasemd eða fara fram á skýringar þá eru þeir ekki að vinna vinnuna sína. Þetta eru síðan þeir menn sem vilja fá að stjórna landinu áfram, en hins vegar skilur maður betur hvers vegna fór svona illa.
Nöfn fyrirtækja ekki rædd í miðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir eru þó að reyna að upplýsa hverjir tóku þátt og hverjir styrktu... en það gerir Framsókn ekki... trúnaður þeirra við fyrirtækin eru meira virði en trúnaður við fólkið í landinu.
Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2009 kl. 12:43
Þegar uppgefnar tölur flokkana um almenn framlög eru skoðuð þá má sjá að upphæðirnar eru nánast þær sömu. Það kemur mér því ekki á óvart að sjá að þeir sem studdu Framsóknarflokkinn verði að meginhluta til þeir sömu og studdu Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk. Varðandi trúnaðinn þá veltir maður fyrir sér trúnaðinn sem fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ætlaði að halda þegar hann sendi fyrri póstinn eða trúnað fyrrum framkvæmdastjóra. Það er nokkuð eðlilegt að fá heimild þess sem lagði fram peninga til nafnabirtingar, sérstaklega ef það var tekið fram við afhendingu fjársins að gjöfin nyti trúnaðar. Á það má benda að það tók Guðlaug um viku að rifja upp nöfn þeirra sem "öfluðu fjársins".
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 12.4.2009 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.