Er formaður VG á móti stóriðju?

Formaður VG sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis að frambjóðendur VG hafi ekki þegið neina styrki af fyrirtækjum vegna prófkjörs. Samkvæmt þessu eigum við að trúa að allt sé í lagi hjá frambjóðendum VG.

Formaðurinn er hins vegar orðinn samofinn kerfinu. Hann hefur ekkert rætt eftirlaunafrumvarpið sem hann samþykkti á sínum tíma. Þar var ákvæði þess efnis að formenn flokka í stjórnarandstöðu áttu að fá launahækkun, sem hann og fékk. Þarna lét Steingrímur skattborgara greiða sér hærri laun sökum formennsku í flokki. Eiginkona Steingríms er líka öll af vilja gerð til að redda tekjuhlið heimilisbókhaldsins. Á meðan Steingrímur er á móti virkjunum í Þjórsá þá semur hún við verktaka við virkjunina um efnistöku í landi sínu. Þannig að meðan Steingrímur mótmælir virkjun þá fær frúin tekjur af byggingu hennar.

Það er svo sem gott að hrópa á torgum en oft er erfiðara að lifa eftir hrópunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Mikið ofboðslega getur öfundin leitt fólk langt í lágkúrunni.

Sigurður Sveinsson, 22.4.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband