22.4.2009 | 18:09
Mútuþegar Íslands
Hvað er annað hægt að kalla þetta fólk. Í sjálfu sér er eðlilegt að fjármagna þurfi framboð en prófkjör verða að fara fram án þess að til þess þurfi einhverja risastyrki. Þessi fyrirtæki hafa væntanlega ætlast til að þessar fjárfestingar þeirra skiluðu arði eins og lenska var á þessum tíma. Mér finnst allir stjórnmálamenn sem þáðu styrki frá þessum fyrirtækjum hafa brugðist trausti og trúnaði. Þó eru sýnu verst þau sem tóku við háu upphæðunum og eiga þau að sjá sóma sinn í að víkja nú þegar af framboðslistum. Sumir eru að vísu ekki í framboði lengur og það er gott að ekki skuli vera um að ræða að þetta fólk sé fyrir heiðarlegu fólki.
Það vekur athygli að enginn úr röðum VG skuli vera á listanum. hins vegar eru 7 manns með styrki uppá 500.00 eða meira og af þeim eru 4 með yfir milljón. Ef þetta fólk les bloggið hjá mér þá þætti mér vænt um að þau svari í athugasemdum hvað Baugur fékk fyrir þessa styrki.
Þrjú fengu 2 milljónir frá Baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í Reykjavík fékk Baugur fullt, allgjört mónópól á lóðum undir markaði.Breytt gatnakerfi í kringum sínar verslanir-á kostnað skattgreiðenda-, deiliskipulagi var breytt svo þeir gætu gert það sem þeim sýnist.Samkeppnisaðilar fengu algjöra synjun á breytingu á deiliskipulagi og engar nýjar lóðir ( Nettó og Samkaup og Krónan að hluta ).Fasteignafélög Baugs fengu sömu fyrirgreiðslu mjög víða t.d. í
Skuggahverfi ( brot á alþjóðasamþykktum um vernd byggðamynsturs ).Þessi spilling sem hér er landlæg og bundin við fjórflokkana kostar samfélagið miklu meira en skattsvik og búðarþjófnaðir.Ekki kjósa neitt nema Borgarahreyfinguna það geri ég.
Einar Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.