Hvað gengur fyrrverandi sveitarstjóra til?

Á bloggsíðu Sigurðar Jónssonar hefur spunnist allnokkur umræða um opinberun hans á einstökum reikningsfærslum úr bókhaldi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þar sem Sigurður stjórnar því hvaða ummæli eru birt á síðu sinni þá vil ég birta hér svar mitt til Finnboga sem er á bloggi Sigurðar.

Þegar þú ert ráðinn til starfa þá er gert ráð fyrir að þú haldir trúnað um þau málefni sem koma á borð þitt í viðkomandi starfi. Meðan Sigurður gengdi starfi sveitarstjóra fóru ýmis gögn um hans hendur, gögn sem við íbúar sveitarfélagsins teljum trúnaðarmál. Bókhaldsgögn eru hluti af trúnaðargögnum. Sem dæmi um þann trúnað sem hvílir á einstökum bókhaldsgögnum hefur Félagsmálaráðuneytið úrskurðað og lagt á mikinn trúnað. Þegar Sigurður opinberar síðan atriði sem hann komst að í starfi sínu þá læðist að manni sá ótti að hann gæti, til að þagga niður umræðu, rifjað upp einhver málefni sem snertir persónulega íbúa í sveitarfélaginu. Málefni sem menn gengu út frá að væru trúnaðarmál.

Nú hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur aflétt trúnaði af þeim bókhaldsgögnum sem Sigurður fjallaði um. Þá kemur í ljós að reikningurinn fyrir fundarsetuna er gerður af Sigurði sjálfum og þar reiknar hann sér sama gjald og kjörnir fulltrúar fá. Samkvæmt mínum heimildum þá greiddi Sigurður sér þar að auki þessar tvö hundruð þúsund krónur þó svo að hann hafi þurft að endurgreiða þær við starfslok sín. Einnig kemur í ljós að öll þessi kostnaðarsamantekt er unnin af Sigurði og reikningurinn gerður af honum.

Verst er þó að Sigurður virðist síst vera að hugsa um gegnsæi í stjórnsýslu. Hann viðurkennir hér að ofan að Atli Gíslason, þingmaður VG, hafi spurt hann um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélagsins. Þarna er Sigurður að ljóstra upp að hann sé að tala um innri málefni Skeiða- og Gnúpverjahrepps við menn sem tengjast sveitarfélaginu ekkert. Einnig vekur það furðu að Atli Gíslason skuli ekki hafa beint samband við skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, heldur tala við fyrrverandi sveitarstjóra.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband