16.9.2009 | 13:17
Mér líður líka illa...
... þó ég sé ekki nágranni hryðuverkahópsins sem kallast "útrásarvíkingar". Mér líður ekki illa yfir því að málningu sé slett á hús þeirra heldur vegna þess að verk þeirra hækkuðu evruna úr 90 krónum í 180 krónur. Líka vegna þess að verk þeirra hækkuðu vísitölu neysluverðs úr 266,9 stigum í 346,9 stig. Þetta allt saman hefur leitt til þess að skuldinar mínar hafa hækkað. Matvörurnar hafa líka hækkað, bensínið, húsgögnin, fatnaður, bækur, námsgögn, leikföng.... allt hefur hækkað.
Sýslumaðurinn á Selfossi bíður spenntur eftir uppáhaldsiðju sinni, að bjóða upp eignir. Á hans lista eru hundruðir fasteigna sem hann ætlar að bjóða upp um leið og hann má. Þarna koma til með að glastast heimili eða sumarbústaðir þúsunda Íslendinga. Mér líður líka illa yfir því.
Í stað þess að meðlimir hryðjuverkasamtakanna Útrásrarvíkingar gangi lausir og fái smá málningaslettur á húsin sín væri nær að setja þá bak við lás og slá eða þeim vísað úr landi eins og gert er við Hells Angels.
Nágrönnum auðmanna líður illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver heldur þú að borgi hreinsun á þessum húsum? Ég skal upplýsa þig: Það erum við almenningur sem borgum með hærri iðgjöldum hjá tryggingarfélögum.
Þóra (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:39
Sæl Þóra
Tryggingafélögin hafa lýst því yfir að þau bæti ekki þetta tjón. Þetta er líklega það eina sem hægt er að gera svo þessi hryðjuverkasamtök styrki íslenskt atvinnulíf. Þeir þurfa a.m.k. að láta þrífa húsin.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 16.9.2009 kl. 13:43
Þeir hækkuðu nú reyndar ekki evruna svona mikið, það er eðlilegt að krónan falli með tímanum. Hins vegar má segja að þeir hafi tafið eðlilega rýrnun krónunnar, haldið henni sterkri allt of lengi og því varð höggið þungt þegar krónan snarféll í haust, enda allt of sterk. Þú getur skoðað línurit um þróun krónunnar sl áratugi og miðað við þá þróun sem hefur verið til lengri tíma þá er gengið ekkert óeðlilegt í dag.
Laun meðalmannsins voru allt of há miðað við gengið og því kaupmáttur íslendinga allt of mikill og bankarnir eiga mikla sök af því. Nú borgum við hins vegar fyrir það með því að kaupmátturinn er lár og það verður áfram í sennilega nokkur ár.
Axel (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:53
Það er nokkuð rétt hjá þér með gengið. En meðan þeir héldu genginu lágu þá hömuðust þeir við uppáhaldsiðju sína sem var fjársvik með því að lána almenningi peninga tryggðu með gengi krónunnar. Þarna notuðu þeir sér yfirburðarþekkingu sína og lánsféð sitt til að svíkja peninga útúr saklausum almenningi. Skuldir þessa hóps hafa tvöfaldast á skömmum tíma á meðan skuldir þeirra sem eru með verðtryggð lán hafa "bara" aukist um 30%.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 16.9.2009 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.