14.10.2009 | 14:44
Vanhæf rannsóknarnefnd
Ríkisstarfsmennirnir í rannsóknarnefndinni geta ekki klárað verkið á tilsettum tíma. Sennilegst hafa launin þeirra verið það lág að þeir hafa þurft að vinna aðra vinnu með verkinu og því ekki haft tíma til að klára það. Er ekki bara spurning um að skella dagsektum á nefndina.
Það er lágmarks kurteisi við okkur sem greiða þessum mönnum laun fyrir vinnuna að við fáum í það minnsta að sjá það sem komið er þann 01.11. Það er krafa okkar sem þurfum að taka á okkur hækkun vísitölu, hækkun vöruverðs, lækkun á endursöluverði fasteigna að við fáum að sjá hvað þau hafa í höndunum eftir allan þennan tíma.
Rannsóknarskýrslu seinkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erlent rannsóknarlið til landsins.
Spilling. Stjórnvöld með fjórflokkinn í fararbroddi kaupa sér tíma. Ekki er ráðlagt að lýðurinn fái að sjá 10% spillingarinnar að svo stöddu. Hér á landi ríkir mikil óstjórn. Hrungerendur hafa haft tíma til að hylja sporin, en einhverjum verður þó fórnað. Ég spái því að þjóðin fái að sjá um 10% spillingarinnar með störfum rannsóknarnefndar Alþingis.
Hér á landi verður engin sátt nema að hingað streymi erlendir sérfræðingar til rannsókna á stærsta bankasvindli Evrópu. JJB Sports í Bretlandi hefur fengið sérstakt rannsóknarteymi á sig enda eru þar Kaupþings bankamenn í flæktir í gerningum sem Bretar vilja rannsaka ofaní kjölinn. Það myndi ekki geta gerst á Íslandi, þar sem fjórflokkurinn verndar "sitt fólk". Bretar beita Landsbankann og Kaupþing hryðjuverkarlögum, við vitum ekki enn vegna hvers. Hvað er í gangi. Er ekki hægt að segja þjóðinni frá sannleikanum, er hann svo svakalegur? Niður með fjórflokkinn, byltingu strax.
Sveinbjörn Ragnar Árnason, 14.10.2009 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.