Störf án staðsetningar!!!!

Fyrir rúmu ári síðan hóf ég störf hjá dk hugbúnaði. Starf mitt felst fyrst og fremst í símaþjónustu við viðskiptavini dk. Ég svara sem sagt í símann og reyni að greiða úr vandamálum sem upp kunna að koma.

Yfirmenn mínir voru framsýnir og leyfðu mér að skipta vinnunni þannig að ég þarf aðeins að keyra tvisvar í viku í Kópavog, hina dagana vinn ég heiman frá mér. Eina sem ég þarf er réttur hugbúnaður, nettenging og tölva. Með tölvunni kemst ég í samband við skiptiborðið hjá dk og get því stundað mína vinnu svo lengi sem ég næ þokkalegri nettengingu. Ég er sem sagt heima þegar börnin koma úr skólanum og að auki er vinnudagurinn tveim klukkustundum styttri þá daga sem ég þarf ekki að keyra í bæinn. Æji já, ég gleymdi að taka fram að ég bý í Skeiða- og Gnúpverjahrepp, í um klukkustundarakstri frá Reykjavík. Vinnuna stunda ég með dyggri aðstoð eMax og vinnutölvunnar.

Ég setti þessa punkta niður svona til að benda á að ekki er þörf á handafli stjórnmálamanna, eina sem við þurfum er að gera okkur grein fyrir möguleikunum og nýta þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 380

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband