Minning

Í dag var síðasti kennsludagurinn í Brautarholtsskóla. Því lýkur nú rekstri grunnskóla í Brautarholti. Brautarholtsskóli var teiknaður af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, og hófst bygging skólans árið 1933. Skólinn var byggður af íbúum Skeiðahrepps og lögðu þar allir þeir sem gátu hönd á plóginn og var skólahúsið reist með samstilltu átaki Skeiðamanna. Skólahúsið hefur tekið breytingum síðan þetta var, byggt var við skólann 1983 og síðar eftir suðurlandsskjálftann árið 2000.

Það er hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem tók þá ákvörðun að legga niður Brautarholtsskóla sem grunnskóla. Ástæður hreppsnefndar eru óljósar fullyrðingar um sparnað en oft hefur verið sýnt fram á að með flutningi skólans næst ekki sparnaður heldur verður um kostnaðaraukningu að ræða. Skólaakstur kemur til með að aukast en annar kostnaður mun verða óbreyttur. Þær breytingar sem gera þarf á húsnæðum til að ný starfssemi rúmist í þeim koma þar að auki til með að hlaupa á tugum milljóna. Að vísu er erfitt að gera sér grein fyrir kostnaðnum þar sem engar áætlanir hafa verið gerðar og eftirlit er ekkert.

Metnaðarleysi sveitarstjórnar í menntamálum barna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi endurspeglast í bókun formanns skólanefndar, Jóns Vilmundarsonar, frá því 12.07.2006 en þar var bókuð skólastefna sveitarstjórnar og er hún eftirfarandi: "Formaður greinir frá því að á sveitastjórnarfundi 20.06.2006. var ákveðið að fresta flutningi grunnskólans í Árnes til haustsins 2007"

Það verður svo sagan sem dæmir þessi verk sveitarstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 381

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband