Ráðningar ráðherra

Það er enginn smávegis kjánahrollur sem hlýtur að fara um fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra þegar þeir hamast við að rökstyðja nýjustu embættisafglöp sín. Báðir draga fram atriði sem annaðhvort voru ekki auglýst eða voru hálfgert aukaatriði í starfsauglýsingum.

Fjármálaráðherra byrjaði þessa vitleysu alla með því að ráða son Davíðs Oddsonar sem héraðsdómara þvert ofan í ráðleggingar þeirra sem lögum samkvæmt eiga að gefa álit. Það sjá náttúrulega allir að þessi ráðning hans var ekkert annað en vinagreiði og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort þessi sonur Davíðs sé gersamlega ófær um að fá störf án þess að Flokkurinn hjálpi honum.

Iðnaðarráðherra réttlætir hins vegar aðra ráðninguna með því að í aðra stöðuna hafi hæfasti umsækjandinn verið ráðinn en þegar kemur að hinni ráðningunni þá er það allt í einu ekki markmið heldur eitthvað allt annað.

Síðan þessi ríkisstjórn hefur tekið við völdum þá hafa ráðherrar stundað skipulagðar pólitískar hreinsanir á embættismönnum. Utanríkisráðherra hefur t.d. skipt um stjórnarformann flugstöðvarinnar og deildarstjóra í ráðuneytinu en báðir voru framsóknarmenn og frægt var þegar heilbrigðisráðherra lagði niður nefnd og stofnaði nýja til að losna við Alfreð Þorsteinsson.

Kannski er kominn sá tími að pólitískar ráðningar verði stundaðar í öllu ríkisbatteríinu og menn verði ráðnir þar meðan viðkomandi ráðherra er við völd, við breytingar á ríkisstjórn þarf þá að skipta út öllum stjórnendum.

Annar finnst mér að þegar ráðið er í stjórnunarstöður eins og nú hefur verið þá eigi að vera hægt að kæra ráðninguna til gerðardóms, skipuðum af hæstarétti, sem tæki afstöðu til málsins. Ráðning tæki síðan gildi þegar dómurinn hefði fjallað um hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Ég held að þú hittir einmitt naglann áhöfuðið, með orðinu: „kjánahrollur“ því það er svo sannarlega rétt valið orð. Ég efast um að Árni þurfi að mæta með afmælisgjöf til Dabba í dag. Þeir munu takast í hendur, horfa sameiginlega á Þorstein Davíðsson og brosa svo... Fín afmælisgjöf þetta!

Gunnar Kr., 17.1.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 298

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband