Þriggja punkta belti ........ eða ekki

Í sunnlensku fréttablöðunum hefur undanfarið verið fjallað um þá framsýni sem fyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson hefur með því að láta setja þriggja punkta belti í allar rútur fyrirtækisins. Þessi umfjöllun kemur í kjölfar þess að sveitarfélagið Ölfus gerði samning við fyrirtækið varðandi skólaakstur en ein af kvöðum sveitarfélagsins var einmitt að allir bílar sem væru í skólaakstri væru með þriggja punkta belti. Þetta hefur verið draumur nokkurra skólanefndarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem ekki hefur enn ræst. Samt sem áður kemur sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps með afskaplega einkennilega fullyrðingu í Dagskránni 28. feb. en þar er haft eftir honum að krafa um þriggja punkta belti sé búin að vera uppi í á annað skólaár um leið og hann fagnar því að fleiri feti í fótspor okkar við að bæta öryggi í bílum.

Í sjálfu sér segir sveitarstjórinn ekkert ósatt í þessari grein það er bara það sem hann segir ekki sem er athyglisvert. Það er rétt að fyrir skólaárið 2006-2007 samþykkti skólanefnd þá kvöð að allir þeir sem sæktu um skólaakstur yrðu að vera með þriggja punkta belti í bílunum sínum. Þetta má sjá í fundargerð skólanefndar frá 05.07.2006. Það er skemmst frá að segja að þegar samningar voru gerðir við bílstjóra varðandi skólaakstur fyrir þennan vetur þá var veitt undanþága frá þessari reglu þannig að ekki var hún í gildi veturinn 2006-2007. Næst var látið á þetta reyna veturinn 2007-2008, núverandi vetur. Þetta fór svo sem þokkalega af stað en fljótlega breyttust forsendur skólaaksturs og því veittu sveitarstjóri og formaður skólanefndar undanþágu frá þriggja punkta reglunni. Á fundi skólanefndar á þessu ári, þeim eina sem haldinn hefur verið, var aftur samþykkt undanþága frá reglunni.

Ég get því ekki tekið undir orð sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að fleiri feti í fótspor okkar, ég hvet menn frekar til að taka ákvarðanir um öryggismál og standa við þær, eins og sveitarstjórn Ölfus hefur gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst að það eigi allsekki að veita undanþágur frá reglunni - aldrei. Þriggja punkta belti eiga að vera í öllum hópferðabílum í dag og þegar um börnin  okkar er að ræða er það enn mikilvægara, þau alast þá upp við það að nota belti - ALLTAF. Þetta er líka forvörn.

Villi Kristjáns (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 343

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband