Færsluflokkur: Bloggar
11.4.2007 | 17:48
Störf án staðsetningar!!!!
Fyrir rúmu ári síðan hóf ég störf hjá dk hugbúnaði. Starf mitt felst fyrst og fremst í símaþjónustu við viðskiptavini dk. Ég svara sem sagt í símann og reyni að greiða úr vandamálum sem upp kunna að koma.
Yfirmenn mínir voru framsýnir og leyfðu mér að skipta vinnunni þannig að ég þarf aðeins að keyra tvisvar í viku í Kópavog, hina dagana vinn ég heiman frá mér. Eina sem ég þarf er réttur hugbúnaður, nettenging og tölva. Með tölvunni kemst ég í samband við skiptiborðið hjá dk og get því stundað mína vinnu svo lengi sem ég næ þokkalegri nettengingu. Ég er sem sagt heima þegar börnin koma úr skólanum og að auki er vinnudagurinn tveim klukkustundum styttri þá daga sem ég þarf ekki að keyra í bæinn. Æji já, ég gleymdi að taka fram að ég bý í Skeiða- og Gnúpverjahrepp, í um klukkustundarakstri frá Reykjavík. Vinnuna stunda ég með dyggri aðstoð eMax og vinnutölvunnar.
Ég setti þessa punkta niður svona til að benda á að ekki er þörf á handafli stjórnmálamanna, eina sem við þurfum er að gera okkur grein fyrir möguleikunum og nýta þá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 13:22
Hvernig stendur kaffibandalagið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2007 | 08:33
Að virkja eða ekki virkja.....
Eru íbúar sveitarfélaganna við Þjórsá andvígir virkjunum í ánni?
Um þetta eru skiptar skoðanir og mörg gild rök bæði með og á móti. Mín skoðun er ekki enn fyllilega mótuð en ef ætti að kjósa núna þá myndi ég sennilega greiða atkvæði á móti virkjun. Mér finnst Landsvirkjun ekki hafa skýrt nægjanlega frá mögulegum áhrifum á grunnvatnsstöðu á neðanverðum Skeiðum og einnig hef ég ekki orðið var við að rætt hafi verið við landeigendur sem búa fjær Þjórsá en gæti mögulega misst land þegar Hvítá fer að gægjast upp hér og þar á landareignum þeirra. Málið er nefninlega að Hvítá rennur neðanjarðar í Þjórsá og ef mikið er í báðum ám hafa jarðir orðið að myndarlegum stöðuvötnum og tjörnum sem koma upp í gegnum hraunið.
Ég væri spenntur fyrir því að einhver fjölmiðillinn tæki sig nú til og gerði skoðunarkönnun í hreppunum sem eiga land að Þjórsá til að gefa einhverja mynd af fylgendum og andstæðingum.
![]() |
Íbúar við Þjórsá sendu Hafnfirðingum bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.3.2007 | 22:11
Hvað er blogg?
Ein besta lýsingin á bloggi er frá árinu 1968 og er eftirfarandi:
Words are flying out like endless rain into a paper cup
They slither while they pass.
They slip away across the universe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 08:42
Bréfið sem ekki var skrifað
Hér á eftir fer bréf sem sóknarpresti sem annt er um sóknarbörn sín gæti hafa skrifað þegar umdeilt deilumál kom upp í sveitarfélaginu.
Efni: Athugasemdir við auglýstar breytingar á skólahaldi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Ég, undirritaður sóknarprestur, leyfi mér að gera hér athugasemdir varðandi breytingar á skólahaldi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem ákveðnar hafa verið í hreppsnefnd. Flest af því sem hér er tjáð, hefur sóknarpresti verið tjáð einslega. Ég tel þó rétt að þeir sem taka ákvörðun um skólamálsveitarfélagsins séu upplýstir að einhverju leyti um líðan ótölulegs fjölda íbúa sveitarinnar.
Ég hef orðið þess áskynja í störfum mínum, að fyrirhugaðar framkvæmdir hreppsnefndar í sveitarfélaginu hafa vakið upp ugg í brjóstum mjög margra sóknarbarna, samfara vanlíðan. Sveitinni og næsta nágrenni, sem hefur verið þeirra árum og öldum saman, stendur til að umbylta. Mörg sóknarbörn upplifa þeð sem svo að verið sé að neyða upp á þau förgun minninga og minja. Mörg sóknarbörn finna sig vanmáttug til andstöðu, meðal annars sökum þeirrar hörðu sóknar til framkvæmda sem raun er á.
Mörg sóknarbörn upplifa beitingu valds á sér, er þau heyra í fréttum að stjórnvaldið muni fara í þessar framkvæmdir hvað sem hver segir, að hreppsnefnd hafi þegar hafið undirbúning án þess að hafa kannað vilja íbúa sveitarinnar.
Mörg sóknarbörn finna sig í vanda stödd til að mótmæla þessum áformum hreppsnefndar, og þá vegna þess að þau óttast um stöðu sína, ýmist framfærslu sinnar og afkomu eða ættingja sinna. Önnur finna fyrir ótta að þeim verði hengt á einhvern hátt, tjái þeir sig um andstöðu sína, ef þau benda á vankosti og galla þessarar framkvæmdar.
Sömuleiðis hefur gjá myndast milli þess fólks, sársauki og sálarsár, sem vill með öllum tiltækum ráðum tryggja að framkvæmdin gangi eftir og milli hinna sem koma vilja í veg fyrir þær.
Ég vil vekja athygli sveitarstjórnarmanna á að stefna þeirra varðandi landnotkun og umhverfismál er að valda ótölulegum fjölda íbúa verulegri vanlíðan og er að skapa fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung er vakin í stað þess að heill og hamingja þess, lífsgæði þeirra séru tryggð.Margt fleira má telja til og ég áskil mér rétt til að koma fleiru á framfæri við sveitarstjórn er fram í sækir.
Viðingarfyllst
Sóknarpresturinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 18:13
Úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Ég sat fund skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sl. mánudagskvöld en á þeim fundi átti að fjalla um leikskólamál. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á að sameina báða leikskóla sveitarinnar í einn og hafa hann í grunnskólanum í Brautarholti. Samkvæmt áður framkomnum áætlunum er gert ráð fyrir að kostnaður við breytingar á húsnæðinu nemi 16,1 milljón króna en þegar áætlun leikskólastjóra er skoðuð kemur í ljós að hún telur kostnaðinn vera um 22 milljónir króna. Eins og þetta sé ekki nóg þá hefur framlag jöfnunarsjóðs verið lækkað um rúmlega milljón. Þegar ég spurði hvernig enduskoðuð kostnaðaráætlun liti út þá kom í ljós að ekki hefur verið gerð kostnaðaráætlum um þessar framkvæmdir. Það á bara að byrja og sjá svo til.
Annað atriði sem er skrítið er að húsnæði Þjórsárskóla í Brautarholti hefur ekki ennþá verið samþykkt af þar til bærum aðilum. Ástæðan segir sveitarstjóri sé að farist hafi fyrir að skipa byggingastjóra við nýbygginguna og því hafi úttekt ekki enn farið fram. Þess má þó geta að Brunavarnir Árnessýslu hafa gert úttekt á húsnæðinu og þar koma fram alvarlegar athugasemdir við að engir brunaútgangar séu í skólastofum á efri hæð hússins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 11:06
Hjónaball
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 08:49
Er hægt að affriða landssvæði?
Mikið hefur verið rætt og ritað um allar þær tekjur sem við getum fengið með þvi að selja ferðamönnum aðgang að ósnortinni náttúru. Hugsunin er víst sú að gera þjóðgarða sem víðast og ferðamenn koma þá til með að flykkjast til Íslands til að skoða þá. Samkvæmt ummælum þeirra sem halda þessu fram þá yrðu tekjurnar fyrir Ísland mjög miklar.
Með þetta í huga hef ég því velt því fyrir mér, og vonast til að einhver sem á þessu kann skil svari mér, hversu miklar tekjur hafa verið af þjóðgarðinum á Þingvöllum frá því t.d. 1970 í samanburði við tekjur af Landsvirkjun og álverinu í Straumsvík frá sama tíma? Það mætti kannski líka skoða tekjur af friðlandinu á Hornströndum. Tölurnar myndu hjálpa efasemdarmönnum eins og mér til að taka afstöðu með eða á móti virkjunum.
Ég held hins vegar að ég sé að fara fram á of mikið. Svörin sem ég geri ráð fyrir að fá eru eitthvað á þá leið að það verði að skoða ferðamannaiðnaðinn í víðara samhengi o.fl. Enginn geti reitt fram tölur máli sínu til stuðnings. Þess í stað verður mér bent á að verið sé að eyðileggja framtíðarmöguleika barna minna og annara til að nýta landið. Gallin er hins vegar sá að til að þau hafi möguleika á að nýta landið þá verður að vera möguleiki á framtíð og líka verður að vera möguleiki á að nýta landið. Mér finnst alveg sjálfsagt að vernda náttúruna og landið. Hins vegar finnst mér að ákvarðanir þurfi að vera teknar á öfgalausan hátt og með yfirveguðum hætti. Ef friðunaráform VG og Ómars Ragnarssonar ná fram að ganga þá verða bara engir möguleikar á að nýta neitt af landinu því þegar búið er að friða land þá er erfitt að affriða það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2007 | 15:29
Auðvitað erum við á móti!!!!!
Í útvarpsfréttunum í dag var viðtal við Steingrím J. Sigfússon vegna fréttar frá í gær að stjórnarandstaðan hafi hótað málþófi vegna frumvarps um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu. Frumvarpið átti sennilega að taka á því sem svokallaðir náttúruverndarmenn hafa kvartað undan, það er að menn virki bara til hægri og vinstri án þess að rannsaka kostina nægjanlega. Steingrímur orðaði þetta mjög vel en hann sagði að ef frumvarpið hefði verið samþykkt þá hefði verið hægt að gefa út rannsóknarleyfi, jafnvel á nýjum ósnortnum svæðum og því væru vinstri grænir einfaldlega andvígir. Það sér náttúrulega hver heilvita maður að það er stórhættulegt að veita leyfi til að rannsaka hugsanlega nýtingu auðlinda í jörðu. Það gæti nefninlega komið í ljós að það væri hægt að taka afstöðu til málsins eftir rökum og vísindalegum niðurstöðum en ekki af þeirri ástæðu einni að vera á móti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2007 | 23:39
Nú eru þau farin að fjúka loforðin
Ég sat skólanefndarfund miðvikudaginn 14. mars og var hann um margt sérstakur. Á þessum fundi kom fram að kosningaloforð A og L listans eru farin að fjúka ásamt með fullyrðingum þeirra frá því sl. vor. Það tók sem sagt ekki nema tæpt ár fyrir þá að gleyma. Þetta er síðan staðfest í pistli sveitarstjóra á heimasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Eitt af aðalstefnumálum L-listans sl. vor var að fá Þjórsárskóla fluttan í Árnes og A-listinn með Gunnar í broddi fylkingar tók undir það. E-listinn vildi ekki þennan flutning m.a. þar sem við töldum hann of kostnaðarsaman fyrir sveitarfélagið.
Við skulum rifja upp nokkur atriði sem rædd voru fyrir kosningar:
- E-listinn fullyrti að ekki væri hægt að flytja allan skólann í Árnes án þess að breyta húsnæðinu talsvert og þá m.a. að taka í notkun kjallara hússins en það kemur til með að kosta nokkrar milljónir ef ekki milljónatugi. Fulltrúar meirihlutalistanna sögðu þetta óþarft. Ekki átti að breyta húsnæðinu á neinn hátt. Núna skrifar sveitarstjóri að taka eigi kjallarann í notkun fyrir skólaárið 2008-2009. (sjá heimasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps )
- E-listinn fullyrti að ekki væri hægt að kenna sund í sundlauginni í Árnesi. Í skýrslu skólastjóra kemur fram að sundkennari vilji ekki kenna í Árnesi þannig að n.k. vetur þarf að keyra alla nemendur í skólasund.
- Nú liggur fyrir að gera þarf við salinn í Árnesi áður en hægt er að hefja þar íþróttakennslu. Þetta kom fram á fundi skólanefndar.
- Þrátt fyrir aðvaranir E-listans frá því fyrir kosningar er ekki enn farið að ræða við rekstraraðila mötuneytisins og því alls endis óvíst hvað mötuneytið kemur til með að kosta næsta ár. Vert er að hafa í huga að þessi aðili hefur mjög sterka samningsaðstöðu þar sem hann er eini aðilinn sem getur selt mat á svæðinu.
Í pistli sveitarstjóra kemur einnig fram að "unnið verður að nokkrum lagfæringum vegna athugasemda frá Brunavörnum Árnessýslu" en á fundinum kom líka fram að sveitarstjórn hefur ekki enn klárað að gera þær lagfæringar sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði í lok mars mánaðar á síðasta ári og átti að ljúka innan þriggja mánaða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar