Verður Þjórsá virkjuð?

Það er nokkuð víst að hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps kemur til með að samþykkja virkjanir í Þjórsá. Til gamans ætla ég að velta upp hvernig atkvæðagreiðsla fer í hreppsnefndinni og ástæður fyrir því hvernig menn greiða atkvæði.

Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, (A-listi) kemur til með að samþykkja virkjanir í Þjórsá. Gunnar hefur verið yfirlýstur stuðningsmaður virkjana og eitt af kosningamálum A-listans var stuðningur við virkjanir.
Ingvar Hjálmarsson, (A-listi) samþykkir sennilega líka. Hann er ekki þekktur fyrir að óhlýðnast Gunnari og fara gegn þeim línum sem settar eru af A-listanum.
Jón Vilmundarson, (L-lista) samþykkir virkjanir. Hjá honum er of mikið í húfi en talsvert land í hans eigu fer undir vatn, verði virkjað. Eina sem gæti breytt afstöðu Jóns er að hann fái ekki nægjanlega háa greiðslu fyrir landið. Jón getur samt ekki greitt atkvæði um virkjunina þar sem hann er vanhæfur. Þess má geta að eitt af stefnumálum L-listans var andstaða við virkjanir.
Tryggvi Steinarsson, (L-lista) greiðir atkvæði gegn virkjun. Tryggvi hefur verið andstæðingur virkjana í Þjórsá og fylgir þannig stefnu L-listans.
Björgvin Skafti Bjarnason, (E-lista) greiðir atkvæði gegn virkjun. E-listinn var hlynntur skynsamlegri nýtingu náttúrunnar en Skafti telur að ekki séu komin fullgild rök fyrir virkjun.

Samkvæmt þessu verður virkjað í Þjórsá. Hins vegar er Jón Vilmundarson það vanhæfur að kalla þarf inn varamann fyrir hann. Það mun því verða á valdi Hauks Haraldssonar hvort Skeiða- og Gnúpverjahreppur komi til með að samþykkja virkjanir í Þjórsá eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Svakalegt, ef satt reynist. Það er mikið lagt á einn mann, ef þessi Haukur Haraldsson fær í rauninni einræðisvald yfir því hvort virkjað verður, eður ei. Menn hafa reynt að bera á fólk fé, fyrir minni hagsmuni. Hvað vilt þú Jónas? Íbúakosningu eins og í Hafnarfirði, eða þjóðarkosningu um málið?

Gunnar Kr., 1.9.2007 kl. 01:34

2 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Það er stóri gallinn á dæminu öllu að enginn vill kosningu. Það eru allir hræddir um að tapa. Kosningin í Hafnarfirði var um margt gölluð. Sem dæmi þá finnst mér þurfa skýrar reglur um hvort einfaldur eða aukinn meirihluti eigi að nægja. Þjóðarkosning gengur hins vegar ekki upp. Það er vont fyrir okkur í litlu sveitarfélögunum að þurfa að láta innri málefni stjórnast af áherslum úr 101 Rvk. Við eigum að fá að hafa sjálfsstjórn varðani okkar skipulag. Dæmið sem þú þekkir kannski best er ef ég fengi að greiða atkvæði um uppbyggingu á Kársnesinu.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 6.9.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband