16.9.2007 | 00:10
Gítarsmíði
Ég hef undanfarin kvöld aðeins dundað við að aðstoða mág minn við að smíða gítar. Þetta er náttúrulega vandasöm nákvæmnisvinna og bara skemmtilegt að dunda við. Jonni mágur hefur smíðað nokkra gítara um dagana og er núna að vinna í einum sem er afmælisgjöf til bróður hans.
Í dag var réttað í Reykjaréttum í tveggja stiga hita og slyddu. Undir kvöld var hins vegar komin snjókoma og krakkarnir gölluðu sig upp til að fara í snjókast. Veturinn kemur snemma í ár. Hins vegar höfðu bændur það á orði að snjókoma snemma að hausti kallaðist haustkálfur og þetta táknaði einfaldlega að við ættum von á góðu hausti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú eignast þá kannski loksins almennilegan gítar til að glamra mátulega rykaður á í næsta réttarpartýi
Villi Kristjáns (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:21
Gunnar Kr., 28.9.2007 kl. 01:56
Gunnar Kr., 28.9.2007 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.