9.11.2007 | 11:21
BT okurlánin
Þá er BT bæklingurinn loks kominn í hús. Og þvílík tilboð maður!!!! En ekki er allt sem sýnist. Þegar BT lánin eru reiknuð þá kemur ýmislegt í ljós.
Toshiba fartölva er á 99.999 en sé tekið BT lán til 59 mánaða (næstum 5 ár) kostar tölvan 186.558 (3.162 * 59) hækkun er rúm 86%, og þetta heldur áfram.
Sony sjónvarp er á 179.999 en sama BT lánið hækkar verðmiðann í kr. 295.826 60% hækkun.
Canon myndavél á 89.999 hækkar í 156.350 sé hún tekin á láni 57% hækkun
Þeir eru áræðanlega margir sem láta glepjast af lágri mánaðarupphæð en reikna ekki út endanlegt verð hlutarins. Til að sannreyna að ég hefði rétt fyrir mér þá hringdi ég í 550 4444 sem er uppgefið símanúmer BT og spurði hvort þetta væri ekki rétt reiknað hjá mér og staðfesti starfsmaður BT það.
Neytendur verða að vara sig á kostakjörum verslana því oft getur verið að þau verði að ókostakjörum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ódýrt er ekki alltaf ódýrt.
Samkvæmt þessu útreikningum þá má að mörgu öðru hyggja en gæðunum eða ekki gæðunum.
En er ekki ódýrara að taka svona verslun á visa-rað en að slá lán hjá banka t.d. þessi svokölluðu tölvulán?Villi Kristjáns (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 22:13
Það er í flestum tilfellum ódýrara að taka lán í banka. Þó ekki sé nema vegna þess að þá kaupir þú vöruna á svokölluðu staðgreiðsluverði. Kaupir þú hins vegar vöruna á raðgreiðslum þá bætist oftast lántökugjald á vöruna og grunnlánið verður talsvert hærra. Hins vegar er náttúrulega ódýrast að leggja fyrir t.d. þá upphæð sem þú kemur til með að greiða í afborganir á mánuði og kaupa vöruna seinna.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 10.11.2007 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.