Hvað sem það kostar!!!

Þorgerður Katrín segir að það skipti máli að Sjálfstæðismenn séu við stjórnvölinn í Reykjavík. Eina sem hún á eftir að segja er Hvað sem það kostar. Sjálfstæðismenn eru búnir að eyða milljarði í borgarstjórastól Vilhjálms nú þegar og enginn veit hvað eftir á að kosta miklu til.

Í orði er Ólafur F. borgarstjóri en eins og sést hefur þá eru það Sjálfstæðismenn sem stjórna öllu. Borgarstjóri fær ekki að fara á fund borgarstjóra norðurlanda heldur er það Vilhjálmur sem fer. Borgarstjóri talar ekki við fjölmiðla heldur Gísli Marteinn. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki nein ítök í nefndum. Gísli Marteinn segir að flugvöllurinn verði fluttur. Það er augljóst að Ólafur F. er áhrifalaus og valdlaus borgarstjóri.

Það er gaman að fylgjast með upphlaupi Sjálfstæðismanna vegna ólátanna sem urðu á pöllum borgarstjórnar við valdaránið. Þeir töluðu um að menn hafi verið með skrílslæti. Greinilega eru Sjálfstæðismenn búnir að gleyma þegar Hanna Birna stóð grátandi í ræðustól borgarstjórnar og sagði að hún saknaði Björns Inga ekkert, og Sjálfstæðismenn komu upp einn af öðrum til að hella úr skálum reiði sinnar vegna meirihlutaskiptanna þá.

Já það er auðséð að minnisleysi hrjáir alla Sjálfstæðismenn ekki bara Gamla Gleymna Villa.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur, hvað var svo mikilvægt að sjálfstæðismenn færu í svona örvæntingarfullar aðgerðir sem afhjúpa þá og eyða fylgi?  Þeir greinilega urðu að komast að.  Sennilega eitthvað með að selja orkufyrirtækin okkar, helst til erlendra auðhringa.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 346

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband