14.2.2008 | 10:00
Höfundarréttur?????
Á tímum viðskipta með rafræna miðla þá verður sú spurning sífellt áleitnari hvernig farið verði með þessa miðla þegar fram í sækir. Ef við gefum okkur að ég kaupi lög eða "plötu" á rafrænan hátt, þ.e. með því að kaupa af netinu, og hlaði niður á harða diskinn á tölvunni minni. Í einhvern tíma þá get ég notið tónlistarinnar en svo kemur að því að einhver bilun verði og ekki verði hægt að bjarga þeim lögum sem ég hef keypt á þennan hátt. Í raun er ég búinn að greiða fyrir höfundarréttinn af þessum lögum og ætti því að geta sótt þau aftur án endurgjalds. Á sama hátt má gera ráð fyrir að ég eigi að geta skilað inn skemmdum geisladisk og fengið annan aftur og greitt einungis fyrir eitthvað lágt umsýslugjald.
Þetta á náttúrulega við um allt efni sem selt er á geisladiskum svo sem tónlist, bækur, leiki o.fl. þess háttar. Þeir einu sem hafa staðið sig í þessu eru hugbúnaðarframleiðendur en þar hefur verið hægt að fá hugbúnaðinn aftur án mikils aukakostnaðar ef frumdiskurinn skemmist.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.