Hvað var lögregluþjóninn að segja?

Í fréttum stöðvar 2 var talað við lögregluþjón sem virtist vera einhverskonar yfirmaður og hann lét þessi orð falla "Ef þú fylgist með hérna í nokkrar mínútur að það látum við verkin tala, hvað við þurfum að gera í þessu" Þetta virtist vera talsvert áður en slagsmálin hófust.

Maður svona veltir fyrir sér hvaða ákvörðun var búið að taka. Átti að ögra þar til uppúr syði og nota það síðan sem afsökun.


mbl.is Íhuga að kæra lögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Þeir voru eingöngu að vara fólk við, fólk hafði tíma til að yfirgefa svæðið, það var búið að vara það við áður en lögreglan gekk til verks. Þú verður að átta þig á því að fólkið var að brjóta lög, og það er starf lögreglunar að halda uppi lögum og reglu.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 25.4.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Halla Rut

Ég upplifði þetta einmitt eins og þú. Þetta er nokkuð sem menn ættu að skoða betur.

Nokkuð finnst mér það hart ef lögregla er búin að ákveða fyrirfram að til átaka komi. 

Halla Rut , 25.4.2008 kl. 17:44

3 identicon

Lögreglan eða réttasagt þeir sem standa á baki þessara ákvarðan eru að gera á sig. Skoðunarfrelsi og RÉTTUR til að mótmæla virðist alltaf vera að minnka og minka í okkar annars ágæta landi. Skamt er að Minnast Falu Gong mótmælanna.

Ég styð mótmælin fullshugar og finns stjórnvöld ótrúlega slöpp og ósvífin í þessu máli. Og hvaða st´lar voru þetta af löggæslunni að beita gasi? Ástandið var EKKI þess eðlis að þess þyrfti við. Svo er einn lögreglu maður slegin ((sem ég er á móti) og gert þvílíkt mál yfiri því. Ekki vara hann vel á verði sá laganna vörður og flott trikk að fara með SJÚKRABÍL á spítalan. Flestir villikettir bæjarins sem herja á helgum taka nú yfirleitt bara leigubíl ef þeir fá kjaftshögg í ölduhúsum bæjarinns. Veit jafntel að lögreglan sjálf haf skutlað þeim þangað lika. Hvað er að manninum nákvæmlega? Var hann að missa svona mikið blóð eða mjög alvarlega slasaður eftir þetta  högg? Tek fram að ég er EKKI og ALLDREY hlynntur ofbeldi. En var þetta bara ekki útspil hjá löggunni til að komast á flottan hátt í blöðin og skapa meðaumkun?

Spyr sá sem ekki veit...

kristján (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Landfari

Það hefur örugglega verið búið að ákveða fyrirfram að framfylgja lögunum núna enda tími til kominn. Það er ekki hægt að lata eihverja svona hópa vaða uppi hvað eftir annað og komast upp með að brjóta á almennum borgurum átölulaust.

Það að til átaka kom réðst svo af því að bílstjórar hlyddu ekki fyrrimælum lögreglu. Þetta er ekki flókið og gerist næstum um hverja helgi niðri í bæ. Bara ekki svona margir í einu.

Landfari, 25.4.2008 kl. 18:08

5 identicon

Bílstjórinn var nú að hlýða lögreglunni þegar hann ætlaði að fara og færa bílinn en var dreginn niður og mjög illa farið með hann eins og hefur sést á myndum.. Svo má nú þess geta að unglingarnir voru verstir þarna á suðurlandsveginum og sköðuðu bara mótmæli bílstjóranna.. Því miður landfari þá duga mótmæli ekkert nema það bitni á einhverjum!

Guðrún (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:23

6 Smámynd: Landfari

Guðrún , bílstjórinn var ekkert að hlýða lögreglunni. Hann hafð ákveðinn frest til að fjarlæga bílinn og gerði það ekki þrátt fyrir íterkaðar beiðnir og fyrirkipanir. Þá fer lögreglan í að rýma svæðið til að fjarlæja bílana sjálf og þá er einfaldlega of sein í rassinn gripið hjá honum.

Þessi uppákoma hefði ekki komið til ef strax hefði verið tekið á þessu föstum tökum, en lögreglan, seinþreytt til vandræða, lætur samt ekki bjóða sér hvað sem er. 

Bílstjórarnir eru búnir að koma sínu sjónarmiði á framfæri við alla fjölmiðla, í öllum fréttatímum en þessi ummæli að þeir láti ekki segjast fyrr en þeir fái að ráða nær náttúrlega engri átt. Þeir hafa ekkert umboð frá almennigi, þótt þeir veifi því óspart og kröfurnar þeirra eru alveg út í hött.

Þetta er eins og litlir krakkar sem halda að þeir eigi að ráða af því þeir eiga stærstu bílana.

Landfari, 25.4.2008 kl. 19:39

7 identicon

Landfari eru kröfur vörubílstjóra útí hött ? að láta afnema hvíldarlög sem eru til þess að bílstjórar í evrópu sem eru að keyra langkeyrslur, þá langkeyrslur kannski frá þýskalandi til ítalíu , fái alþjóðlegan hvíldartíma svo fyrirtækin geti ekki þvingað þá til að keyra í einu rykk, síðan vilja þeir fá afnumda eitthvað fáránlega hátt kílómetragjald. Segðu mér nú, hvað er svona óraunhæft við kröfur þeirra?

Hálfdán (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 23:07

8 Smámynd: Landfari

Ég er nú búinað vera að reyna að fá það á hreint hérna hverju nákvæmlega verið er að mótmæla en það gengur illa nema þetta me hvíldartímann og hát eldsneytisverð. Mig vantar að vita hvernig þeir vilja að hvíldartímanum sé hátað og hvað þeir fara framá að eldsneytið kosti.

Eftir því sem ég best veit er í gangi vinna með þennan hvíldartíma. Aðlaga hann að Íslenskum aðstæðum en það er út í hött að afnema hann að öllu. Það eru sömu þvinganir í gangi hér. Athugaðu að það eru tvö fyrirtæki sem sjá um bróðurpartinn af vöruflutningum á landinu. Ég skrifaði nú hérna einhvers staðar athugasemt um að mér fyndist hart að verða að stoppa á Kjalarnesinu og bíða þar í 45 mín til að meiga halda áfram í bæinn. Svoleiðis hnökra þarf að laga enda aðstæður úti í Evrópu allt aðrar en hér.

Svo er það eldsneytisverðið. Hvað á ríkið að gera í þeim málum. Hlutur ríkisins af eldsneytisverði fer stöðugt minnkandi því eldsneytisgjaldið er föst krónutala. Krónunum sem við þurfum að greiða í virðisaukaskatt fjölgar að vísu þegar verði hækkar en hann breytir ekki tekjum ríkissjóðs því 10 þús kallinn sem ég þarf að borga aukalega núna í eldsneyti hefði annars farið í aðra vöru sem ber líka virðisaukaskatt. Virðisaukaskatturinn skiptir hinsvegar engu máli hjá vörubílstjóunum því þeir fá hann allan endurgreiddan. En þú sértð það sjálfur að það er út í hött að fara að afnema vsk. af eldsneyti. Það er svo margt sem ætti að vera á undan í forgangsröðinni.

Mér skilst að einn full lestaður vörubíll slíti vegunum á við 30.000 fólksbíla. Það kostar óhemju fé að halda þessum vegum við og það er eðlilegt að þeir sem nota vegina greiði fyrir þá. Það er engin sanngirni fólk sem á ekki bíl og notar strædó eða reiðhjól sé skattlagt aukalega til borga þennan kostnað.

Flutningabílstjórar hafa haldið því fram það sé augljóst að það séu ekki flutningabílarnir sem slíti veginum því þeir passi ekki í hjólförin sem myndast í malbikið. Það er sennilega rétt hjá þeim að yfirborð vegarins slitnar meira af nagladekkjum fólksbílanna en það er burðarlagið í veginum sem flutningabílarnir skemma. Það er dýrt að endurnýja, miklu dýrar en að malbika.

Þeir eru til sem telja að sjóflutningar hefu ekki lagst af ef ekki hefði verið fyrir það að flutnigar á landi voru óbeint niðurgreiddir með því að kostnaður við viðhals vega vegna þungaflutninga var ekki settur á flutningabíla heldur dreift á alla umferðina. Hvaða sanngirnin er í því.

Landfari, 26.4.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband